Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31791
Vorið 2018 var lagt fram á Alþingi frumvarp sem myndi gera umskurn á sveinbörnum refsiverða. Margir gáfu álit á frumvarpinu og skoðanir voru sterkar, annað hvort með eða á móti. En er mögulegt að setja lög um umskurn sveinbarna á Íslandi sem fylgjendur og andstæðingar umskurnar gætu sætt sig við?
Í þessari ritgerð ætla ég að kanna hvað umskurn karlmanna er og hvers vegna umskurður er svona mikilvægur í Gyðingdómi fortíðar og nútímans. Ég beini sérstaklega sjónum að tveimur textabrotum í Mósebókunum sem eru undirstaða umskurnarsiðarins í Gyðingdómi. Fleiri textar úr Gamla testamentinu verða þó dregnir inn í umræðuna, enda er ritgerðin skrifuð á sviði gamlatestamentisfræða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gunnar Thomas Guðnason - BA ritgerð.pdf | 678.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16.pdf | 163.08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |