is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31793

Titill: 
  • Í átt að kjarnorkuvopnalausum heimi: Hvert er vægi samnings um bann við kjarnorkuvopnum þegar lykilríki standa utan?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum (e. Treaty on the Prohibition of Nuclear Weapons) sem 122 ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu þann 7. júlí 2017. Þau ríki sem vitað er að búi yfir kjarnorkuvopnum tóku aftur á móti ekki þátt. Fjallað verður um aðdragandann að samþykkt samningsins, gerð grein fyrir inntaki hans og helstu ákvæðum og ólíkum viðhorfum og túlkunum gerð skil. Með hliðsjón af alþjóðalögum og kenningum um raunhyggju, frjálslyndisstefnu og heimsborgarahyggju verður leitast við að svara því hvaða vægi samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum hefur í ljósi þess að lykilríki sniðgengu atkvæðagreiðslu og eru þar af leiðandi ekki aðilar að samningnum. Færð verða rök fyrir því að leggja megi ólíka túlkun í það hvaða vægi samningurinn hefur eftir því hvaða kenningum er beitt. Þá sé samningurinn ekki líklegur til að leiða til þess að grundvallarmarkmið hans um bann og eyðingu kjarnorkuvopna verði uppfyllt í náinni framtíð en vægi hans er þó töluvert með tilliti til annarra þátta.

Samþykkt: 
  • 12.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Böðvarsdóttir_Elín_Skemma.pdf429.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma_yfirlýsing_EMB.jpeg1.5 MBLokaðurYfirlýsingJPG