is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31795

Titill: 
  • Fjársjóðsleitin: Markviss uppbygging á sjálfsáliti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að mæla áhrif sjálfstyrkingarnámskeiðs sem kallast Fjársjóðsleitin. Þátttakendur í rannsókninni voru 11 strákar og 12 stelpur á aldrinum 6-9 ára sem voru skráð á námskeiðið. Einnig var kannað hvernig foreldrar þátttakenda mátu hæfni barna sinna, fyrir og eftir námskeiðið. Notast var við parað t-próf til að meta áhrif námskeiðsins. Foreldrar 10 stráka og 12 stelpna tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar benda til þess að Fjársjóðsleitin hafi áhrif á almennt sjálfsálit þátttakenda. Einnig fannst marktækur munur hjá stelpum á einum af afmörkuðu þáttum sjálfsálits tengt íþróttahæfni. Munur fannst á áhrifum Fjársjóðsleitarinnar á hæfni barnanna að mati foreldra. Almennt hafa börn á þessum aldri frekar jákvætt sjálfsálit en rannsóknir benda til þess að það lækki þegar börn færast yfir á unglingsárin. Möguleg ástæða þess er talin geta verið raunsærri endurgjöf frá foreldrum og kennurum og líklega hefur samanburður unglinga við jafnaldra sína einnig mikil áhrif. Færð hafa verið rök fyrir því að það að byggja markvisst upp sjálfsálit barna, áður en þau komast á unglingsárin, geti virkað sem forvörn fyrir lækkun á sjálfsáliti og jafnvel stuðlað að andlegu heilbrigði (Eiríkur Örn Arnarson og Craighead, 2009; Fennell og Jenkins, 2004; Harter, 2015; WHO, 2005). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Fjársjóðsleitin geti nýst til uppbyggingar á sjálfsmynd barna og þar af leiðandi sem forvarnarstarf við hinum ýmsu geðrænu vandamálum sem steðja að unglingum í dag og tengjast lágu sjálfsáliti og vöntun á sjálfsþekkingu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to measure the effect of a self-help course called The treasure hunt (is. Fjársjóðsleitin). The participants were 11 boys and 12 girls from the ages of 6 to 9, who were enrolled in the course. The study measured, as well, how parents rated their children’s actual behavior, before and after the course. The parents of 10 boys and 12 girls participated in the study. A paired t-test was used to compare the effects of the course. The results imply that The treasure hunt had some effect on the participants global self-esteem. A significant difference was also found on the girls’ athletic competence, one of the domain-specific self-esteem. The results suggest that The treasure hunt had an effect on the participants competence according to the parents ratings. On average, children have relatively high self-esteem but more and more studies imply that it drops during adolescence. The reason for this is thought to be, a more realistic feedback from parents and teachers, as well as that adolescence brings more emphasis on social competition and comparison. Social scientists have argued that systematically building up self-esteem during childhood before adolescence can act as a preventive measure for a decrease in self-esteem and even contribute to a stable mental health. The findings of this study imply that The treasure hunt can be an effective way to construct a healthy self-esteem in children and therefore, work as a preventive measure for general mental illness that plague adolescents today which has been found to be associated with low self-esteem and lack of self-knowledge.

Samþykkt: 
  • 12.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjarsjodsleitin.IngaDoraGlan.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IngaDoraGlan.jpg128.71 kBLokaðurYfirlýsingJPG