is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31796

Titill: 
 • Upplifun álags og skynjað réttlæti. Starfsmenn KPMG á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Langflestir á vinnumarkaðinum kannast við að upplifa álag í starfi á einhverjum tímapunkti. Góð líðan starfsmanna á vinnustað hefur mikil áhrif frammistöðu þeirra og velgengni skipulagsheildar. Ef starfsmenn skynja að komið sé fram við þá af réttlæti hefur slíkt jákvæð áhrif á líðan þeirra og frammistöðu en ef hins vegar starfsfólk skynjar framkomu sem lituð er af óréttlæti hefur það neikvæð áhrif á líðan þeirra og frammistöðu.
  Til umfjöllunar er fræðilegur bakgrunnur skipulagsréttlætis og vinnuálags. Greint er frá framkvæmd og niðurstöðum rannsóknar á því hvort endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi réttlæti og vitund um álagstengda þætti í vinnuumhverfinu að leiðarljósi þegar kemur að vinnuálagi starfsmanna. Rannsóknin byggir á könnun sem send var öllu starfsfólki KPMG á Íslandi þar sem skoðað var að hve miklu leyti réttlæti er viðhaft á vinnustaðnum varðandi álagsþætti í starfi sem geta valdið streitu og óæskilegri líðan.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru í meginatriðum þær að starfsfólk KPMG upplifir álag í starfi auk þess sem í vinnuumhverfi þeirra eru álagsþættir sem hafa áhrif, en hins vegar upplifa flestir réttláta framkomu yfirmanna sinna vegna álagsins sem það skynjar.
  Rannsóknarniðurstöðurnar eru svo til umfjöllunar í fræðilegu samhengi um réttlæti og álag hvað varðar streitu starfsmanna í skipulagsheildum. Rök eru færð fyrir mikilvægi þess að gera sér grein fyrir því innan skipulagsheildar að hugað sé að réttlæti varðandi þekkta álagsþætti sem hafa áhrif á líðan og streitu starfsmanna. Að lokum er bent á aðferðir og leiðir sem vinnustaðir, starfsmenn og samfélagið þurfa að hafa í huga þegar kemur að álagi tengdu starfi.

Samþykkt: 
 • 12.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman- yfirlýsing.pdf305.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Upplifun álags og skynjað réttlæti. Starfsmenn KPMG á Íslandi.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna