is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31797

Titill: 
 • Nótt hinna löngu bréfahnífa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sala á ríkisbönkunum, Búnaðarbankanum og Landsbankanum, árið 2002 olli straumhvörfum í íslensku atvinnulífi og bankaheimi. Hinir nýju kjölfestuhluthafar töldu mikilvægt að bankarnir leiddu umbreytingaferli atvinnulífsins sem fólst í útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Til þess að svo mætti verða þá urðu bankarnir að eflast, sækja inn í áhættusamari fjárfestingarbankastarfsemi og verða virkari þátttakendur í atvinnulífinu. Krafan var sú að auka arðsemi af fjárfestingum án þess að hægja á vextinum. Bankarnir nýttu sér hagstæðar aðstæður innanlands og á erlendum mörkuðum til kröftugs innri og ytri vaxtar en jafnframt hjálpaði til að lagaumhverfið og stofnanir samfélagsins settu þeim litlar skorður.
  Ein af meginniðurstöðum ritgerðarinnar er sú að á skömmum tíma varð umtalsverð samþjöppun á eignarhaldi stærstu fyrirtækja landsins hvar völd færðust frá ríkinu og „kolkrabbanum“ til nýrra viðskiptablokka. Þessar nýju viðskiptasamsteypur höfðu flestar mikil ítök í þremur stærstu fjármálafyrirtækjum landsins og verður eigna- og viðskiptasambandi þeirra við banka og tengslum við aðra fyrirtækjahópa lýst. Í ritgerðinni verður greint frá hugmyndum og viðhorfum stærstu hluthafa og stjórnenda bankanna um hvernig fjármálakerfið og atvinnulífið ættu að þróast.
  Krafan um vöxt og arðsemi birtist meðal annars í miklum verðhækkunum hlutabréfa og afskráningum og skuldsettum yfirtökum skráðra hlutafélaga. Yfirtaka banka og eigenda þeirra á stærstu atvinnufyrirtækjum landsins og aukin umsvif fjármálafyrirtækja á verðbréfamörkuðum hefur verið kölluð „fjármálavæðing atvinnulífsins“.
  Hvergi birtist fjármálamálavæðingin betur en þegar Landsbankinn og Íslandsbanki skiptu með sér eignum Eimskipafélagsins og þeirrar fyrirtækjablokkar sem talist hafði til hennar. Þar með var Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri Hafskips, skyndilega orðinn hæstráðandi í Eimskipafélaginu, einnar mestu fyrirtækjasamsteypu landsins. Í ritgerðinni verður farið yfir uppstokkun Eimskipafélagsins, aðkomu stærstu hluthafa Landsbankans að henni og hvaða ávinning eigendur félagsins höfðu af umbreytingunni.

Samþykkt: 
 • 12.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing_EÞA.pdf26.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Nótt hinna löngu bréfahnífa 2003.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna