en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31798

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvar eru konurnar? Staða kvenna í sjávarútvegi á Íslandi í samanburði við helstu nágrannalönd
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið með þessu verkefni er að skoða stöðu kvenna í stjórnunarstörfum í íslenskum sjávarútvegi. Verður staða þeirra í helstu nágrannalöndum einnig skoðuð til samanburðar. Gögnum um stöðu kvenna í sjávarútvegi, bæði hérlendis sem og erlendis, var aflað með því að rýna í rannsóknir sem gerðar hafa verið á efninu. Auk þess gerði höfundur könnun á kynjasamsetningu æðstu stjórnenda í stærstu sjávarútvegs- og útflutningsfyrirtækjum landsins.
    Konur hafa í aldanna rás gegnt veigamiklu hlutverki í sjávarútvegi Íslendinga en hann er einn af okkar mikilvægustu atvinnugreinum. Þrátt fyrir að konur séu um helmingur vinnuafls í sjávarútvegi þykir greinin vera afar karllæg, sama til hvaða landa er litið. Niðurstöður benda til þess að staða kvenna í stjórnunarstörfum í sjávarútvegi Íslands sé svipuð stöðu kynsystra þeirra í helstu nágrannaríkjum. Öllum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims er stýrt af karlmönnum og það sama er uppi á teningnum hér á landi. Konur eru vart sjáanlegar meðal æðstu stjórnenda en fjölgar eftir því sem neðar dregur í valdastiganum. Helst er að finna konur í æðstu stöðum fyrirtækja með fáum starfsmönnum eða ef um fjölskyldufyrirtæki er að ræða.
    Rannsóknir benda til þess að fyrirtæki með jafnari hlut kynja í stjórn, eða stjórnendateymi sínu, vegni betur en þeim þar sem hallar á annað kynið. Í því ljósi er mikilvægt fyrir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja og annarra áhrifavalda í sjávarútvegi landsins að gera sér grein fyrir þeim ávinningi sem hlýst ef þeir kjósa að auka þátttöku og áhrif kvenna innan greinarinnar.

Accepted: 
  • Sep 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31798


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hvar eru konurnar.pdf1,37 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlysing_skemman.pdf152,34 kBLockedYfirlýsingPDF