is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/317

Titill: 
 • Hvernig má auka sjálfstæði og ábyrgð nemenda í námi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í nútímasamfélagi þar sem sífellt meiri kröfur eru gerðar til einstaklinga um að
  fylgjast vel með framförum og nýjustu tækni verður æ mikilvægara að leggja áherslu á virkni, ábyrgð og sjálfstæði nemenda í námi. Þessi atriði hafa einmitt verið mikið til umfjöllunar innan skólanna á síðustu árum.
  Námskenningar leggja mismikla áherslu á ábyrgð og sjálfstæði. Atferlisstefnan sem lengi vel var talin hin eina sanna námskenning hefur verið gagnrýnd fyrir að nemendur séu óvirkir þátttakendur í námsferlinu þar sem kennarinn stýri námi þeirra og þeim gefist því ekki tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og ábyrgð. Hefðbundin kennsla í grunnskólum landsins er talsvert í anda atferlisstefnu þó áhrifa gæti þar af öðrum kenningum.
  Hugsmíðahyggja er námskenning sem leggur áherslu á að efla virkni, ábyrgð og sjálfstæði nemenda og lítur á nemandann sem virkan þátttakanda í námi sínu. Þegar kennt er eftir hugsmíðahyggju er lagt mikið upp úr því að nemendur finni sjálfir hvaða leiðir þeir vilja fara til að öðlast þekkingu á viðfangsefninu og beri þannig ábyrgð á náminu. Hlutverk kennarans er að vekja áhuga nemendanna á verkefnum og leiðbeina þeim í þekkingarleitinni án þess að segja þeim hvaða leið þeir skuli velja sér. Kennsluaðferðir sem taka mið af hugmyndafræði hugsmíðahyggju eru til dæmis söguaðferð, leitarnám og samvinnunám.
  Til að komast að því hvort hugsmíðahyggjan geri nemendur virkari tókum við viðtöl við tvö kennara, annan sem kennir eftir hugmyndafræði hugsmíðahyggjunnar og hinn sem kennir á hefðbundin hátt. Auk þess fylgdum við tveimur nemendum þeirra eftir í nokkrar kennslustundir, mátum virkni þeirra og bárum saman.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvernigma.pdf373.73 kBLokaðurHvernig má auka sjálfstæði og ábyrgð nemenda í námi? - heildPDF