is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/318

Titill: 
 • Skólasaga Staðarhrepps í Skagafjarðarsýslu 1909-1996
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á síðustu öld var Staðarhreppur í Skagafjarðarsýslu lítið sveitarfélag og fjallar ritgerð þessi um fræðslumál og skólahald þar og hvernig því var háttað á árunum 1909–1996. Fræðslumálin voru þau mál sem allir íbúar sveitarfélagsins létu sig varða. Inn í þessa sögu fléttaðist fólk frá nánast hverjum bæ og varð þannig hluti af sögunni auk þess að verða þátttakendur í henni.
  Árið 1909 var fyrstu farskólunum í Staðarhreppi komið á, eftir að fræðsla barna og unglinga var fest í lög árið 1907. Fyrstu farskólarnir voru haldnir á heimilum fræðslunefndarmanna og hélst sú skipan að mestu þar til skólanum var breytt í fastan heimangönguskóla árið 1945. Í upphafi var það verk fyrstu fræðslunefndanna að móta og skipuleggja barnafræðslu innan hreppsins á sem hagkvæmastan hátt, auk þess að ráða kennara við farskólana og skipuleggja námstíma skólabarnanna.
  Skólastarfið fyrstu tvo áratugina einkenndist af tíðum kennaraskiptum en árið 1935 kom til starfa Guðrún Þ. Sveinsdóttir sem kenndi við skólana samfleytt til ársins 1956. Á þeim tíma voru miklar væringar bæði innan skólanefndarinnar auk þess sem ekki var sátt á milli hennar og Guðrúnar. Hafði það víðtæk áhrif í sveitinni enda margir hreppsbúar sem komu þar við sögu. Árið 1942 var hafist handa við byggingu skólahúsnæðis í Melsgili sem tekið var í notkun haustið 1944 og leysti að hluta til af hólmi aðra kennslustaði sveitarinnar.
  Haustið 1956 var ráðinn skólastjóri, Hróðmar Margeirsson, en með ráðningu hans lægði öldurnar að einhverju marki auk þess sem skólastarfið komst í fastari skorður. Frá þeim tíma var Hóll í Sæmundarhlíð eini kennslustaðurinn til ársins 1961 en þá færðist kennslan alfarið í Melsgil og ári síðar hófst reglulegur akstur skólabarna. Á þessum tíma voru önnur mál orðin að hitamálum og var það í verkahring fræðslunefnda að koma á friði til þess að skólastarf gæti verið með eðlilegum hætti. Þegar leið að endalokum grunnskólans í Melsgili árið 1993 var reynt að sporna við þeirri þróun. Var fallist á stofnun skólasels frá Varmahlíðarskóla sem að lokum var lagt niður vorið 1996.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skolasagastadar.pdf809.91 kBOpinnSkólasaga Staðarhrepps í Skagafjarðarsýslu 1909-1996 - heildPDFSkoða/Opna