Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3180
Því hefur verið haldið fram að einstaklingar með lélega sjálfsmynd eigi það til að einangra sig vegna minnimáttarkenndar. Því er tilgangur rannsóknarinnar að athuga hvort einstaklingar sem spila World of Warcraft meira en þrjá klukkustundir á dag séu þunglyndari heldur en þeir sem spila þrjár klukkustundir eða minna. Hugmyndin er sú að þessir einstaklingar hafi verri sjálfsmynd en aðrir og því kjósi þeir frekar að hafa samskipti við fólk í gegnum tölvuleikinn heldur en í hinu raunverulega lífi. Þátttakendur í rannsókninni voru 24 einstaklingar þar að 23 karlkyns og einn kvenkyns. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé marktækur munur á hópunum t(0,211) = 0,835, p > 0,05 miðað við þunglyndiskvarða Becks (1979) sem notaður var sem mælitæki við rannsóknina. Enginn af þátttakendum rannsóknarinnar fekk útkomuna eðlilegt ástand út úr þunglyndiskvarða Becks (1979) sem verður að teljast mjög merkilegt og gefur hugmyndir til frekari rannsókna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ttur_fixed.pdf | 105.37 kB | Opinn | "Tengsl tölvuleikja og þunglyndis"-útdráttur | Skoða/Opna | |
loka3_fixed.pdf | 1.08 MB | Lokaður | Tengsl tölvuleikja og þunglyndis |