Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31802
Þessi 60 eininga meistararitgerð fjallar um upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþætti og öryggisbrögð. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var á tímabilinu september 2014 – janúar 2015. Tekin voru fjórtán eigindleg viðtöl ásamt því að senda út opna spurningaskrá sem allar konur eldri en 18 ára gátu svarað. Alls bárust 151 svar við þeirri skrá. Við greiningu gagna var stuðst við fyrirbærafræðilega nálgun en fræðilegt sjónarhorn ritgerðarinnar er í senn þjóðfræðilegt og feminískt, auk þess sem stuðst er við áhrifakenningar til greiningar.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjölþættar enda tilfinningar krefjandi og margslungið rannsóknarefni. Heimildakonur töldu miðborg Reykjavíkur almennt ekki hættulegan stað en sammældust þó allar um að vissar kringumstæður á ákveðnum tíma geti skapað aðstæður sem valda óöryggi. Öryggiskennd viðmælenda mótast þannig af víxlverkun ótal þátta í félagslegu og byggðu umhverfi, í bland við eigin reynslu og upplifanir. Birtuskilyrði, fólk og fólksfjöldi eru dæmi um áhrifaþætti sem fjallað er um en auk þess eru áhrif eftirlitsmyndavéla og samtímasagna tekin til greina.
Heimildakonur verða ekki aðeins fyrir áhrifum heldur hafa einnig áhrif. Með því að beita svokölluðum trixum auka þær öryggiskennd sína. Trix, eða öryggisbrögð, eru samheiti yfir fjölbreyttar aðferðir, allt frá því að hringja í vin yfir í að bera lykla á milli fingranna, sem viðmælendur nota til að efla öryggiskennd sína þegar þær ferðast einar um miðborgina. Trixin nota heimildakonur í aðstæðum þar sem þær upplifa sig berskjaldaðar og leitast þannig við að efla eigið atbeini. Þær líta á sjálfar sig sem orsök atburða en samhliða brögðunum felst von um að öðlast frekari stjórn yfir eigin örlögum og rýminu umhverfis þær.
Í rannsóknargögnunum birtast ítrekaðar lýsingar á því hvernig heimildakonur reyna að komast hjá eða í veg fyrir áreiti eða ofbeldi. Heimildakonur forðast að taka óþarfa áhættur sem bendir til þess að þær telji möguleikann á áreitni til staðar við ákveðnar kringumstæður. Með því að vera viðbúnar og gera ráðstafanir upplifa viðmælendur aukna hugarró .
This 60 ECTS master´s thesis in ethnology concerns women´s experience of safety in downtown Reykjavík, affects and safety-tricks. The thesis is based on qualitative research undertaken from September 2014 to January 2015. During the process fourteen in-depth interviews were conducted, the researcher kept fieldnotes and formed an open questionnaire for women beyond the age of 18. The analysis draws on phenomenological perspectives while the theoretical perspective draws both from ethnology and feminism. Analysis was also supported by affect theories.
The main conclusion of the research are multifarious since the study of emotions is both demanding and complex. Research participants don´t consider downtown Reykjavík to be a dangerous place but all agree that certain situations at a particular time can create circumstances that causes insecurity. A sense of security developes through interactions of many things in both the social and built environment, mixed with one´s own background and experience. Lighting and people are examples of factors that are analyzed in the paper and so are the affects of security cameras and legends.
Research participants are not only affected for they themselves also cause affects. By applying so-called tricks they increase their personal feeling of safety. Tricks or security-tricks are a synonym for varied methods, all from dialing a friend to using one´s keys between fingers, that participants use to increase their sense of security when travelling alone through the city center. The tricks are mainly used in circumstances where research participants feel defenceless and seek to strengthen their own agency. They see themselves as the cause of events but intertwined with the tricks is the hope to gain further power over their own destiny and surroundings.
The research shows various descriptions of how research participants try to avoid or avert provocation or violence. They avoid taking unnecessary risks that points to the fact that participants assume that the possibility of harrasment is connected to certain conditions. By making arrangement and being prepared participants are more likely to experience peace of mind.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„ég vil helst ekki labba ein heim“.pdf | 1,46 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.jpg | 64,93 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |