is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31804

Titill: 
  • Umfjöllun um siðferðislega neyslu frá mannfræðilegu sjónarhorni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður siðferðislega neysla skoðuð út frá hagrænni mannfræði. Umræðan byrjar á því að fjalla um fræðimenn og kenningar sem höfðu mikil áhrif á það sjónarhorn sem hagræn mannfræði hefur tileinkað sér. Hægt er að segja að hagræn mannfræði sé vel í stakk búin til að kanna siðferðislega neyslu þar sem fagið hefur lengi sótt í hagrænar kenningar, efnismenningu og nýlegar rannsóknir á hnattrænum viðskiptum. Það að vera siðferðislegur neytandi krefst þess að fólk aðlagi sig að ákveðnum lífstíl og hafi það í fyrirrúmi að draga úr öllum neikvæðum afleiðingum sem hægt er að hafa á fólk, dýr, heilsu eða umhverfi. Mannfræðingar vita að erfitt er að skilgreina atburð sem „góðan“ eða „slæman“ þar sem skilgreiningin veltur á menningarlegum þáttum. Þrátt fyrir það hefur málefnið vakið áhuga á meðal mannfræðinga og þá sérstaklega síðast- liðinn áratug. Mannfræði myndi frekar nálgast viðfangsefni eins og siðferðislega neyslu með því að skoða hvaðan merkingin er komin og hvernig fólk skilgreinir gjörninginn.
    Í framhaldi kemur síðan umfjöllun um Fair Trade samtökin. Þar held ég áfram sama þræðinum þar sem er fjallað um hvernig mannfræðingar nálgast viðfangsefni eins og Fair Trade. Mannfræði leggur áherslu á að skoða hluti frá öllum hliðum. Í stað þess að gera ráð fyrir hlutum þá skoðar mannfræði hvernig hlutirnir eru í raunveruleikanum. Fair Trade selur vottaðar vörur sem eiga að vera framleiddar við „góð” skilyrði. Því er hægt að segja að neytendur, sem kaupa fair trade vörur, stundi siðferðislega neyslu

  • Útdráttur er á ensku

    This essay will examine ethical consmunption through the lens of economic anthropology. First, the essay will discuss scholars and theories that have shape the perspective of econmoic anthropology.
    Econmoic anthropology is well suited to explore ethical consuption as the field has very often looked towards economic theory, material culture and recent studies of global trade as a whole. To be ethical consumers, people have to adapt certain lifestyle and reduce all negative impact their consumption has on other pepole, animal and the enviroment. Anthropologists know that it is difficult to define an event as „good“ or „bad“ as the defination depends on cultural factors. Nevertheless, the issue has sparked interest among anthropolists, espacially over the past deccade. Anthropology often discusses how pepole perceive and define things. Anthopology wold thus rather approach subjects like ethical consumption by examining the orgins of the definition and how people define the activism.
    Seccond, this essay will discuss the Fair Trade movment and how anthropolgy approach the subject. Anthropology foccuses on looking at things from all angles. Instead of assuming things, anthropology looks at how things are in reality. Fair Trade sells certified products that are supposed to be manufactured under „good“ conduction. Therfore, it can be argued that consumers who buy Fair Trade products prectice ethical consumption.

Samþykkt: 
  • 12.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
siðferislegneysla.pdf418.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
scan.skemma.eva.pdf492.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF