Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31805
Staða launþega og verktaka á vinnumarkaðinum er ólík hvor annarri og því er mikilvægt að vita einkenni þeirra, hvorn fyrir sig. Það er mikill munur á milli þeirra hvað varðar réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði svo sem mismunandi skattlagning sem fylgir því. Lög nr. 90/2003 um tekjuskatt verða tekinn til nánari skoðunar til þess að komast að niðurstöðu varðandi skattlagningu launþega og verktaka og hver er munurinn þar á milli. Það sem einkennir launþega er að hann skrifar oftast undir ráðningarsamning og nýtur réttinda samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann kveður um. Kjarasamningar eru gerðir milli stéttarfélaga og atvinnurekanda varðandi lágmarkslaun og kjör þeirra launamanna. Aftur á móti ef einstaklingur starfar sem verktaki missir hann stöðu sína sem launamaður og hefur því ekki sömu réttindi og launþegar hafa. Verktaki ber ótakmarkaða ábyrgð á verkum sínum og verður sjálfstætt starfandi einstaklingur og nýtur sömu réttindi og sá sem stundar sjálfstæðan atvinnurekstur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs - Lokaritgerð - Gintare.pdf | 615,61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlysing.pdf | 75,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |