is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31807

Titill: 
 • „Eins og að gíra sig upp í orrustu.“: Um áhrif flugvirkjaverkfallsins í desember 2017 á framlínustarfsfólk Icelandair
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að morgni 17. desember 2017 skall á verkfall flugvirkja Icelandair sem stóð yfir í tæpa tvo sólarhringa. Afleiðingar verkfallsins voru að 64 flugferðum var aflýst og um 20.000 farþegar urðu fyrir röskun á flugi. Verkfallið hafði gríðarleg áhrif á þjóðfélagið en flugfarþegar og framlínustarfsfólk Icelandair báru mesta þungann af afleiðingunum.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif verkfall flugvirkja hafði á framlínustarfsfólkið. Þá var leitast við að svara því hvað þótti vel gert, hvað þótti ábótavant og hvaða lærdóm mætti draga af reynslunni. Markmiðið var að setja fram tillögur að umbótum sem nýst gætu stjórnendum framlínunnar við sambærilegar aðstæður. Við framkvæmd rannsóknarinnar komu einnig í ljós sterk áhrif skipulagsbreytinga sem vinnustaðurinn hafði verið að ganga í gegnum á síðustu misserum og var ofarlega í huga viðmælenda. Um eigindlega tilviksrannsókn var að ræða með fyrirbærafræðilegri nálgun og voru ellefu viðtöl tekin við starfsmenn úr framlínu Icelandair.
  Í niðurstöðum kemur fram að viðhorf til breytinganna, sem hófust hálfu ári áður en verkfall flugvirkja átti sér stað, var heldur neikvætt. Innleiðing þeirra þótti óskipulögð og tilgangi ásamt framtíðarsýn ekki nægilega vel skilað til starfsfólks sem í kjölfarið upplifði óöryggi og aukið álag í starfi. Helstu niðurstöður er snerta verkfallið og áhrif þess má skipta í nokkur atriði. Það sem þótti jákvætt var einkum sú samstaða er myndaðist jafnt meðal framlínustarfsmanna sem og annarra starfsmanna félagsins. Allir tóku höndum saman við að koma farþegum á áfangastað fyrir jólin. Það sem þótti ábótavant var helst undirbúningur og upplýsingaflæði til starfsmanna. Nefnt var að ef tilbúin hefði verið áætlun, með skýrum verkferlum og reglum um hvernig skyldi unnið ef til verkfalls kæmi, þá hefði bæði verið hægt að spara tíma og lágmarka skaða. Aðrir hlutir voru einnig nefndir eins og að nýta betur þekkingu starfsfólks og stytta boðleiðir. Þátttakendur tóku nær allir að sér aukalega vinnu á meðan á verkfalli stóð. Greina mátti mikla skyldurækni og hollustu gagnvart fyrirtækinu. Í örstuttu máli er lærdómurinn sá að reglulega uppfærð krísuáætlun þarf að vera til staðar. Áætlun sem unnin er með aðstoð framlínustarfsfólks, en þar býr mikil þekking og reynsla sem nýta mætti betur.

 • Útdráttur er á ensku

  On the morning of December 17th 2017 Icelandair´s aircraft mechanics began their labour actions that lasted for two days. During their strike 64 flights got cancelled and 20.000 passengers were affected. The strike had a great impact nationwide, but the disrupted flight passengers and the frontline employees were the ones that got to deal with most of the consequences.
  The object of this research was to study how the strike impacted the frontline employees. Questions endevoured to be answered were; what was done right, what did they find deficient and what lesson could be learned from this experience? The aim was to make suggestions for improvement that frontline managers could use for future challenges. During the research process another factor emerged, organizational changes that were taking place within the company were clearly affecting the participants. Qualitative research method was used in this case study with phenomenological approach and eleven interviews conducted with employees from Icelandair´s frontline.
  Results revealed that attitude towards the changes, that started six months prior to the aircraft mechanic´s strike, was rather negative. Their deployment process was thought to be disorganized and the purpose along with the future vision not effectively shared with the employees resulting in their insecurity and stress at work. The main findings regarding the strike´s impact is divided in a few topics. What the participants found positive was the strong unity that developed not only within the frontline but also with other employees of Icelandair. Everyone united in getting the passengers to their destination before Christmas. What the participants found deficient was mainly the preparation and the flow of information. If there had been a strategy plan in place with clear work processes and guidelines on how to proceed if the strike would occur, the participants thought both time would have been saved and damage minimized. Other topics were mentioned such as better use of the frontline´s knowledge and shortening of communication channels. Nearly all of the participants took on extra work during the crisis, mostly because of their sense of duty and commitment towards the company. The lesson to be learned here, in a very few words, is that there needs to be a crisis plan in place and it needs to be reviewed regularly with the involvement of frontline employees who possess great amount of knowledge and experience that should be utilized.

Samþykkt: 
 • 13.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerd lokaeintak Inga Lara Olafsdottir.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlysing Inga Lara Olafsdottir.pdf51.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF