is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31809

Titill: 
  • Tundrið í sálinni: Ragnar í Smára, Listasafn ASÍ og efling fegurðarskyns Íslendinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um myndlistararfleifð Ragnars Jónssonar og sögu Listasafns Alþýðusambands Íslands. Ragnar var helsti velgjörðarmaður íslenskra listamanna á síðari hluta 20. aldar. Ragnar arfleiddi Alþýðusamband Íslands að stórum hluta síns verðmæta málverkasafns, 120 verk í byrjun, og með því var Listasafn ASÍ stofnað árið 1961. Ragnar og Hannibal Valdimarsson, þáverandi forseti Alþýðusambandsins gerðu með sér heiðursmannasamkomulag um að varðveita verkin en Ragnar setti þau skilyrði með gjöfinni að myndlistin ætti að fara sem víðast, sér í lagi til ungmenna og að utan um safnkostinn yrði byggt hús. Umfjöllunarefni ritgerðinnar er tvíþætt. Fyrri hluti fjallar um Ragnar Jónsson, hugmyndir hans um íslenska myndlist, um aflið sem listirnar geta verið í lífum fólks, og hvernig hann sá fyrir sér safnið utan um verkin sem hann gaf Alþýðusambandinu. Hugmyndir hans voru nokkrum áratugum á undan reykvískum veruleika og falla vel inn í þá þróun sem síðar varð á starfsemi safna. Í síðari hluta ritgerðarinnar er rakin saga Listasafns ASÍ, hvernig starfseminni var háttað og hvernig Alþýðusambandinu farnaðist að láta hugmyndir Ragnars verða að veruleika. Að lokum er varpað fram álitamálum sem verðugt er að skoða í ljósi nýrra tíma hjá safninu sjálfu og forystu Alþýðusambandins.

Samþykkt: 
  • 13.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Pálsdóttir-nytt.pdf1.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_6617.jpeg80.69 kBLokaðurYfirlýsingJPG