is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Menntun framhaldsskólakennara >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31810

Titill: 
  • Hvernig breytast skólakerfi? Innleiðing grunnþáttarins um lýðræði og mannréttindi
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er innleiðing opinberrar stefnu. Skoðuð er innleiðing nýrra námskráa sem gefnar voru út árið 2011 eftir breytingu á lögum um öll skólastig á Íslandi árið 2008. Almenni hluti námskránna er sameiginlegur með öllum skólastigum leik-, grunn- og framhaldsskóla. Í almenna hluta námskránna eru kynntir sex grunnþættir í menntun. Einn af þessum gunnþáttum fjallar um lýðræði og mannréttindi og er hin opinbera stefna sem er viðfangsefni þessarar ritgerðar.
    Undanfarin misseri hefur í auknum mæli verið rætt um borgaramenntun og mikilvægi hennar. Að einhverju leyti má rekja þessa auknu umræðu til efnahagshrunsins 2008 og tilkomu samfélagsmiðla. Í nýju námskránum frá árinu 2011 segir að nemendur eigi að læra um lýðræði í lýðræði.
    Í menntamálaráðuneytinu voru samin ný lög um öll skólastig á Íslandi og þau tóku gildi árið 2008. Námskrárnar komu í kjölfarið. Stefnan var sett. En hvernig var hún undirbúin? Hvernig var samtalinu við skólasamfélagið háttað? Hvernig var námskráin kynnt? Hvernig var hún innleidd og hvernig er eftirfylgnin og eftirlitið?
    Til þess að svara þessum spurningum var útgefið efni skoðað og gerð eigindleg rannsókn. Einnig er fjallað um breytingastjórnun í menntakerfum bæði út frá félagsvísindum og menntavísindum. Sjónum er sérstaklega beint að innleiðingu grunnþáttarins um lýðræði og mannréttindi í íslenskum framhaldsskólum og reynt að meta hvort innleiðing þessarar opinberu stefnu hafi gengið eftir.
    Niðurstöðurnar benda til þess að litlar breytingar hafi orðið á námi og umgjörð í íslenskum framhaldsskólum í kjölfar innleiðingar á grunnþættinum um lýðræði og mannréttindi. Skýringarnar eru helst þær að markmiðin með stefnunni eru mjög huglæg og því illmælanleg. Innleiðing slíkrar stefnu verður þar af leiðandi ómarkviss. Eftirfylgnin og stuðningurinn núna 5 árum eftir að innleiðingunni lauk eru ekki sýnileg.  

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is implementation of public policy. The introduction of new curricula, published in 2011, following new legislation on all levels of education in Iceland in 2008. The general part of the curriculum is common for all the levels; elementary-, primary- and secondary schools. For the first time, the general part of the curriculum presents six basic strands of education. One of these strands is democracy and human rights and is the public policy that is the subject of this thesis.
    In recent times there has been increased discussion on the importance of citizenship education. To some extent, this could be the result of the economic crisis in 2008 and the emergence of social media. The new curriculum from 2011 states that students should learn about democracy in democracy.
    The new law on education in Iceland was drafted at the Ministry of Education, which came into effect in 2008. The curriculum followed. The policy was set. But how was it prepared? How was the conversation within the school community? How was it introduced and implemented? Is there any inspection or follow-up?
    To answer these questions, previously published material on the subject was examined and a qualitative study was conducted. We also research Educational change using both disciplines social- and educational sciences. The aim is specially to find out whether the implementation of the strand, democracy and human rights, in the new curricula was effective in upper secondary schools in Iceland.
    The results indicate that there has been very little educational and institutional change in Icelandic upper secondary schools following the implementation of the strand democracy and human rights. Possible explanations are that the objectives of the policy were of a very subjective nature and therefore hard to measure, which makes the implementation process ineffective. Follow-up and support to this date, 5 years after completion of the implementation, is not visible.

Samþykkt: 
  • 13.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SAJ_MA_SKEMMA.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skönnuð.pdf321,22 kBLokaðurYfirlýsingPDF