is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31811

Titill: 
  • "Með orðspori kemur ákveðið traust": Upplifun stjórnenda íslenskra matvöruverslana á ávinningi samfélagslegrar ábyrgðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kynna sér upplifun stjórnenda á þeim ávinningi sem hlýst af samfélagslegri ábyrgð matvöruverslana á Íslandi. Rannsóknarspurningin var: „Hver er upplifun stjórnenda íslenskra matvöruverslana á ávinningi samfélagslegrar ábyrgðar?“ Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til þess að svara rannsóknar-spurningunni þar sem viðtöl voru tekin við fimm stjórnendur íslenskra matvöruverslana. Lykilhugtök rannsóknarinnar voru: Samfélagsleg ábyrgð, ávinningur, hindrun, þrýstingur og birtingarmynd. Viðtölin voru greind samkvæmt greiningaraðferð fyrirbærafræðinnar þar sem markmiðið var að komast að ákveðnum kjarna (e. essence) sem endurspeglar upplifun stjórnenda. Höfundur leyfði sér að nota hugtakið „íslenskar matvöruverslanir“, þegar farið var að yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar yfir á greinina í heild.
    Sameiginleg lárétt upplifun stjórnenda eða þemu lykilhugtakanna fimm voru fundin: Uppfylla þarfir samfélagsþegna, jákvætt viðhorf og gott orðspor, hugarfar og venjur, hvati til þess að gera betur og skýr stefna og upplifun. Stjórnendur íslenskra matvöruverslana upplifa að mikilvægt sé að vera meðvitaður um þarfir og kröfur neytenda. Neytendur spili stórt hlutverk þegar komi að ávinningi samfélagslegrar ábyrgðar, góðu orðspori og ímynd, og því sé upplifun neytenda á samfélagslegri starfsemi fyrirtækja því mikilvæg. Þrýstingur frá neytendum hefur vaxið með aukinni meðvitund almennings á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Stjórnendur upplifa mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar í stefnu fyrirtækisins og að neytendur upplifi samfélagslega ábyrgð verslananna þegar þeir stundi þar viðskipti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helsti ávinningur samfélagslegrar ábyrgðar sem stjórnendur í íslenskum matvöruverslunum upplifa, sé gott orðspor verslananna og góð ímynd þeirra.

    Eftir að hafa greint viðtöl við þátttakendur rannsóknarinnar samkvæmt greiningar-aðferð fyrirbærafræðinnar kom í ljós að kjarninn (e. essence) er: Gott orðspor.

Samþykkt: 
  • 13.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal - Tinna Björk Hilmarsdóttir - Með orðspori kemur ákveðið traust.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.pdf452.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF