is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31818

Titill: 
  • Samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu: Samþætting samfélagsábyrgðar við kjarnastarfsemi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru tekin eigindleg viðtöl við stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og þeir beðnir um að fylla út viðskiptalíkan til að sýna hvar þeirra stefna um samfélagsábyrgð liggur. Tilgangurinn var að meta hvort og hvernig stefna fyrirtækjanna um viðfangsefnið væri tvinnuð við kjarnastarfsemi þeirra.
    Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggist á rannsóknum um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Því næst var athyglinni beint að rannsóknum á samfélagsábyrgð og sjálfbærni (e. sustainability) í ferðaþjónustu. Í framhaldinu var horft til hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi hefur verið háttað ásamt því að rekja sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Að lokum var hugtakið viðskiptalíkan (e. business model) útskýrt, rætt var um ástæður fyrir því að ákveðið var að nota viðskiptalíkan við gerð rannsóknar og dæmi gefin um nýlegar rannsóknir á sjálfbærum viðskiptalíkönum (e. sustainable business models).
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikill munur hafi verið á því hvernig stefnur voru tvinnaðar inn í viðskiptalíkan hvers fyrirtækis. Þau fyrirtæki sem höfðu hugsað viðskiptalíkanið sitt frá upphafi út frá hugmyndum um samfélagsábyrgð, ábyrgrar ferðaþjónustu eða sjálfbærni töldu það ekki vera kostnaðarsamt að vera ábyrgt ferðaþjónustufyrirtæki. Þau töldu sig einnig hafa samkeppnisforskot á aðra ferðaþjónustuaðila þar sem ferðamenn velji frekar ábyrg fyrirtæki fram yfir önnur ef verðmunur er ekki til staðar. Þau fyrirtæki sem höfðu frekar litið á umhverfisvernd sem hliðarverkefni voru líklegri til að segja að aukin ábyrgð fyrirtækja væri kostnaðarsöm og að líklegra væri að henni yrði ekki sinnt ef rekstur fyrirtækisins þyngdist.

Samþykkt: 
  • 13.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnis-Íris.pdf778.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu 2018.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna