Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31819
Ritgerð þessi er viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið Hrafnagull. Hrafnagull er netverslun sem mun flytja inn og selja umhverfis- og náttúruvæn barnaleikföng. Leikföngin eru laus við öll skaðleg efni sem gætu haft slæm áhrif á börn. Rannsakað verður hvort að það sé markaður fyrir þessar vörur á Íslandi. Í fræðilegum inngangi er farið yfir sögu netverslunarinnar og hvernig hún hefur þróast ásamt helstu kostum og göllum netverslunarinnar. Því næst er viðskiptaáætlun, tíma- og framkvæmdaráætlun, rekstraráætlun og svo loks núllpunktsáætlun. Samkeppnisgreining leiddi í ljós að Hrafnagull eigi nokkra sterka samkeppnisaðila sem eiga það sameiginlegt að vera stór fyrirtæki með góðan og traustan hóp af viðskiptavinum sem gæti reynst fyrirtækinu erfitt. Tímasetningin er góð þar sem foreldrar eru að verða sífellt meðvitaðari um þau leikföng sem keypt eru handa börnunum þeirra. SVÓT greining bendir til þess að fyrirtækið eigi mikla möguleika og allar helstu tölur í áætlunum benda til hið sama. Helstu tölur í rekstraráætluninni sýna fram á 779.179 kr. tap eftir ár 1, 1.541 kr. í hagnað á ári 2 og 2.701.788 kr. í hagnað á ári 3.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf | 1.97 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Hrafnagull - netverslun.pdf | 2.07 MB | Lokaður til...13.09.2033 | Heildartexti |