is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31827

Titill: 
  • Fjárfesting og fullveldi: Hverjir leysa úr gerðarmálum erlendra fjárfesta gegn Íslandi og hvernig?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er samspil hins mikilvæga og kvika sviðs alþjóðlegra fjárfestingagerðardóma við fjölþjóðleg stórverkefni hér á landi, einkum þegar ákvæði samninga eða sérleyfissamningar kveða á um lögsögu íslenskra dómstóla og beitingu íslenskra laga. Helstu rannsóknarspurningarnar eru: Í fyrsta lagi hvort íslenskum stjórnvöldum sé óhætt að treysta á samningsákvæði um íslenska lögsögu og gildandi lög, kjósi erlendur fjárfestir fremur að leggja ágreining fyrir alþjóðlegan fjárfestingagerðardóm. Þeirri spurningu verður svarað að mestu neitandi, einkum með því að skoða hver hefði orðið líkleg niðurstaða um lögsögu ef félag í kínverskri eigu hefði leitað til slíks gerðardóms vegna sérleyfissamnings frá 2014 um leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu. Í öðru lagi er spurt hverju það kunni að skipta hvort íslenskir dómstólar eða alþjóðlegir fjárfestingagerðardómar hafi lögsögu. Fjallað er stuttlega um ólíka nálgun þeirra, m.a. um mörk almennrar lagasetningar og eignarnáms, neyðarréttarsjónarmið og aðkomu almennings í umhverfismálum. Eftir almenna umfjöllun um kosti, ókosti, yfirstandandi þróun og framtíðarhorfur núverandi verndarkerfis fjárfestinga er í þriðja lagi rætt hvort staða Íslands sem lítils hagkerfis með stórar fjölþjóðlegar fjárfestingar á teikniborðinu feli í sér sérstakar áskoranir eða hættur og ræddar mögulegar ráðstafanir íslenskra stjórnvalda til að tryggja betur reglusetningarsvigrúm og fjárhagslegt öryggi ríkisins.

  • Útdráttur er á ensku

    Investment and Sovereignty: Icelandic Implications of Investor-State Arbitration
    This thesis considers the implications of the important and rapidly evolving field of international investor-state arbitration concerning foreign investment in Iceland, in particular when contractual or concession agreement provisions specify the jurisdiction of Icelandic courts and the application of Icelandic law. Its chief research questions are: First, whether Icelandic authorities can safely count on contractual provisions for Icelandic jurisdiction and applicable law, should a foreign investor prefer to submit a dispute to an international arbitral tribunal. Through examining what would have been the likely decision of such a tribunal, had a Chinese-owned company sought arbitration in a dispute concerning the 2014 concession agreement for oil exploration and production in the Dreki Area, this question will be answered largely in the negative. Second, the thesis asks what difference it may make whether Icelandic courts or international investment tribunals have jurisdiction, including areas such as including the treatment of national emergencies and the boundary between general lawmaking and indirect expropriation. Third, after touching on some advantages, disadvantages, current developments and future prospects in the field of international investment protection, the thesis considers whether Iceland’s situation entails any special challenges or dangers and considers some possible actions the Icelandic state might take to safeguard its regulatory space and enhance its economic safety.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjárfesting_og_fullveldi.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf298.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF