is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31829

Titill: 
  • Hefur samþjöppun jákvæð áhrif á hagnað í sjávarútvegi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort það sé marktækt samband milli samþjöppunar og hagnaðar í sjávarútvegi. Tímabil rannsóknarinnar nær frá árunum 1993 til ársins 2015. Með því að athuga hvort samþjöppun í sjávarútvegi auki hagnað fyrirtækja í atvinnugreininni, er samtímis verið að athuga hvort stærðarhagkvæmni sé til staðar í sjávarútvegi upp að vissu marki. Í þessari rannsókn er þróun hlutdeildar tíu stærstu fyrirtækja í sjávarútvegi af heildaraflamarki notaður sem samþjöppunarstuðull. Til þess að meta sambandið á milli samþjöppunar og hagnaðar í sjávarútvegi er notuð aðferð minnstu kvaðrata. Niðurstöður sýna að samþjöppun hefur tölfræðilega marktæk jákvæð áhrif á hagnað í sjávarútvegi. Því er hægt að álykta að það sé til staðar stærðarhagkvæmni í sjávarútvegi á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf288.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Helga Dögg Höskuldsdóttir.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna