is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31830

Titill: 
  • Rannsókn á starfsánægju lyfjafræðinga á íslenskum vinnumarkaði. Samanburður á þremur starfsvettvöngum.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfsánægja er víðtækt og flókið hugtak sem segir til um ánægju einstaklinga í starfi. Hugtakið er nátengt tilfinningalegum upplifunum og viðhorfum sem hver og einn hefur um starfsreynslu sína. Starfsánægja lyfjafræðinga hefur talsvert verið rannsökuð á erlendum vettvangi og áhugi verið fyrir að kanna hvað það er í eðli starfs og starfsumhverfi lyfjafræðinga sem veldur ánægju og óánægju í starfi. Á Íslandi skortir rannsóknir á starfsánægju lyfjafræðinga og því óljóst hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju þeirra. Í þessari rannsókn eru skoðuð tengsl starfa sem lyfjafræðingar á íslenskum vinnumarkaði sinna á ólíkum starfsvettvangi við starfsánægju, ásamt því að greina hvaða starfstengdu þættir hafa áhrif á starfsánægju þeirra með tilliti til starfsvettvangs. Þýði rannsóknarinnar eru lyfjafræðingar sem starfa hjá sjálfstætt einkareknum lyfjabúðum, hjá lyfjabúðum sem reknar eru af apótekskeðjum og hjá lyfjafyrirtækjum þar sem fer fram að minnsta kosti lyfjaframleiðsla, lyfjaþróun, lyfjaskráning og/eða markaðssetning lyfja.
    Rannsóknin byggir á megindlegri rannsóknaraðferð þar sem tölulegra gagna var aflað frá þátttakendum rannsóknarinnar á formi spurningakönnunar. Hún var hönnuð með þrjú mælitæki starfsánægju sem fyrirmyndir. Fyrst ber að nefna aðlagaðan starfsánægjuhluta könnunar Warr-Cook-Wall um viðhorf og líðan í starfi. Þá var starfsánægjukönnun Spector notuð sem fyrirmynd og að lokum spurningakönnun Ómars H. Kristmundssonar. Alls svöruðu 106 lyfjafræðingar spurningakönnuninni af 177 lyfjafræðingum sem fengu könnunina senda. Svarhlutfallið er því 59,9%. Niðurstöður sýna að heildarstarfsánægja lyfjafræðinga mælist mest hjá lyfjafræðingum sem starfa hjá sjálfstætt einkareknum lyfjabúðum. Næst á eftir koma lyfjafræðingar sem starfa hjá lyfjafyrirtækjum en heildarstarfsánægja mælist minnst hjá lyfjafræðingum sem starfa hjá lyfjabúðum sem reknar eru af apótekskeðjum. Þó mælist ekki marktækur munur á milli hópa. Þegar skoðuð eru áhrif einstakra starfstengdra þátta á starfsánægju lyfjafræðinga með tilliti til starfsvettvangs sýna niðurstöðurnar marktækan mun á milli svarenda eftir starfsvettvangi þegar kemur að sveigjanleika í starfi, mikilvægi starfs, launum, vinnuaðstæðum og samskiptum við viðskiptavini.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing - skannað.PDF39.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Rannsókn á starfsánægju lyfjafræðinga á íslenskum vinnumarkaði. Loka_.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna