is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31834

Titill: 
  • Erlent vinnuafl. Greining á umfjöllun fjölmiðla á árunum 2006 - 2017
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samsetning vinnuafls á Íslandi hefur breyst mikið frá aldamótum. Árið 2000 var hlutfall erlends vinnuafls álitið 3,4% en 13,2% við lok árs 2017. Ritgerð þessi endurspeglar rannsókn sem gerð var á umfjöllun fjölmiðla um erlent vinnuafl á árunum 2006 - 2017 í Morgunblaði, Fréttablaði og á Mbl.is. Leitað var á Tímarit.is og Mbl.is og niðurstöður greindar. Í heild voru 812 tilfelli þar sem umfjöllun var að tilfinnanlegu marki um erlent vinnuafl. Stærstur hluti umfjöllunar var á jöðrum rannsóknartímabilsins. Í upphafi tímabilsins var mest umfjöllun, og þá oft í tengslum við Frjálslynda flokkinn og stefnumál þeirra fyrir Alþingiskosningar 2007. Eftir efnahagshrunið 2008 minnkaði umfjöllun um erlent vinnuafl umtalsvert, en jókst svo á uppgangstímanum við lok rannsóknartímabils. Magn umfjöllunar virtist því endurspegla hlutfall erlends vinnuafls, sem lækkaði einnig í kjölfar hrunsins 2008. Þá virtist umfjöllun í upphafi vera jákvæðari heldur en á öðrum tímabilum rannsóknartímabilsins, en þegar erlent vinnuafl var aukaumfjöllunarefni var hún almennt neikvæðari heldur en ef um aðalumfjöllunarefni var að ræða. Umfjöllun um áhyggjur af því að erlent vinnuafl stæli störfum virtist aðallega koma fram þegar lágt atvinnuleysi var. Um aðlögun erlends vinnuafls var langmest fjallað við upphaf tímabils, ekkert um mitt tímabil og mjög lítið í lok þess. Hvatt er til frekari rannsókna, þá sérstaklega að skoðað verði áfram og fylgst með umfjöllun um erlent vinnuafl, auk þeirra aðlögunarúrræða sem í boði eru, ásamt nýtingu menntunar og reynslu erlends vinnuafls.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlent Vinnuafl - Fjölmiðlagreining - Klemenz Hrafn Kristjánsson.pdf934,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - Yfirlýsing - Undirrituð.pdf684,63 kBLokaðurYfirlýsingPDF