is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31835

Titill: 
  • Þróun og breytingar á vinnumarkaði: Áhrif á menntunarhópa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil aukning starfa hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði síðastliðin ár. Atvinnuleysi hefur minnkað og efnahagurinn er á uppleið. Mesta aukning starfa má rekja til ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið mikinn síðasta áratug. Mikil þensla er í atvinnugreininni sem og í tengdum atvinnugreinum. Aldrei hafa jafn margir ferðamenn ferðast til Íslands eins og á síðustu 5 árum og virðist ekkert lát á. Byggingariðnaðurinn vex og dafnar einnig og eftirspurn vinnuafls innan hans hefur aukist til muna. Fjármálageirinn stendur einnig ágætlega og sé litið til síðustu tíu ára hefur verið mikil fjölgun starfsmanna í geiranum.
    Á meðan eftirspurn eftir vinnuafli hefur vaxið hefur háskólamenntuðum fjölgað umtalsvert. Stöðug aukning er á fjölda háskólamenntaðra og virðist áhugi til háskólanáms hafa aukist fram yfir iðnnám eða starfsnám. Aukin menntun er öllu samfélaginu til bóta en æskilegt er jafnvægi sé á milli vinnumarkaðar og menntunarstigs þjóða. Yfir helmingur nýrra starfa sem hafa orðið til á undanförnum árum eru tengd ferðaþjónustunni, sérstaklega í þjónustu- og verslun. Ófaglært fólk sækist í þessar stöður frekar en háskólamenntaðir einstaklingar með sérþekkingu.
    Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur aukist á síðustu árum meðan atvinnuleysi þeirra sem einungis eru með grunnmenntun hefur minkað. Svo virðist sem of mikið framboð sé af háskólamenntuðu fólki þegar litið er til framboðs starfa á vinnumarkaði. Jafnvel mætti svo að orði komast að kalla þessar aðstæður ofmenntun.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSlokaskilSigridur.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_2755.jpg1.53 MBLokaðurYfirlýsingJPG