is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31836

Titill: 
  • Fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að kanna hversu stórt hlutfall íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í eigu fjölskyldna sem og varpa ljósi á hvort hægt sé að tengja velgengni fyrirtækja við það hvort þau séu fjölskyldufyrirtæki eða ekki. Talað er um fjölskyldufyrirtæki þegar ein eða fleiri fjölskyldur eiga saman og reka fyrirtæki, hvort sem það er allt fyrirtækið eða hluti af því. Lagt var upp með að rannsaka hversu mörg fyrirtækja úr ákveðnum hópi, féllu undir þessa skilgreiningu.
    Rannsóknin byggir á gagnaöflun í gegnum heimasíður fyrirtækjanna, gagnagrunni Keldunnar og símtölum við talsmenn fyrirtækja þar sem fimm spurningar voru lagðar fyrir þá. Úrtakið var valið út frá lista sem Fiskistofa gefur út reglulega og inniheldur 50 aflamestu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi og haft var samband við þau öll. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru fjölskyldufyrirtæki og hversu mörg féllu ekki undir þá skilgreiningu. Samhliða rannsóknarspurningu var einnig litið á aflaheimildir, heildarveltu, hagnað og staðsetningu fyrirtækjanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að stór hluti sjávarútvegsfyrirtækja á íslenskum markaði eru fjölskyldufyrirtæki. Í lokin leggur höfundur til að frekari rannsóknir verði gerðar á þessu sviði þar sem lítið er til af rannsóknum tengdum viðfangsefninu. Þar sem sjávarútvegurinn er stór hluti af atvinnulífi á Íslandi þá er mikil þörf á slíkum rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi - lokaskil.pdf2.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf14.5 MBLokaðurYfirlýsingPDF