is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31839

Titill: 
  • Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi: Undirbúningur og viðbrögð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikil þróun hefur orðið í greiðslumiðlun síðustu ár. Fjöldi rafrænna greiðslna hefur aukist mikið ásamt því að nýjar tegundir greiðsluþjónustu hafa verið teknar í notkun. Til að bregðast við þessari þróun hefur Evrópusambandið samþykkt nýja tilskipun um greiðsluþjónustu sem nefnist PSD2.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi. Einnig er til athugunar hvort undirbúningur sé hafinn fyrir þær breytingar sem munu koma með tilskipuninni og hvernig aðilarnir ætli að bregðast við. Þá er einnig skoðað hver eru helstu tækifæri og ógnir núverandi markaðsaðila með tilkomu PSD2. Um eigindlega rannsókn er að ræða þar sem notast er við hálfopin viðtöl. Tekin voru viðtöl við átta starfsmenn sem starfa hjá fyrirtækjum á Íslandi sem sinna greiðslumiðlun sem PSD2 tilskipunin mun hafa áhrif á.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að helstu áhrif PSD2 tilskipunarinnar á íslenskan markað er að til verða fjölbreyttari og hagkvæmari greiðslulausnir, nýir aðilar munu koma inn á markaðinn, samkeppnin muni aukast og bestu og hagkvæmustu lausnirnar munu ná framgangi en aðrar hverfa af markaðnum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að flest þeirra fyrirtækja sem viðmælendur rannsóknarinnar starfa hjá eru farin að hefja undirbúning og eru að vinna að aðgerðaáætlun til að bregðast við breytingunum sem koma í kjölfar PSD2 innleiðingarinnar. Aðeins nokkur fyrirtæki eru hins vegar tilbúin að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að margir núverandi markaðsaðilar ætli að nýta PSD2 til að búa til nýjar vörur og þjónustu og stefni á að verða greiðsluvirkjendur og reikningsupplýsingaþjónustuveitendur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fæst fyrirtækin eru í samstarfi með lausnir sem tengjast innleiðingu PSD2 og eru ekki að leitast eftir samstarfi með það eins og er. Flestir viðmælendur sögðu þó að stefnan væri að fara í samstarf í náinni framtíð þar sem það væru mikil tækifæri sem fylgdu því.

Samþykkt: 
  • 14.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðunn Elva Ingibergsdóttir.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf498.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF