is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31845

Titill: 
  • Steinsnar. Landmótun trölla í sögnum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með þessari ritgerð eru tekin til rannsóknar þau áhrif sem tröll hafa á mótun landsins, samkvæmt sögnum. Gerð er grein fyrir því hvað „tröll“ er og hvernig ummerki um þessa dularfullu vætti standa allt frá í forneskju og eru jafnvel enn sýnileg núlifandi mönnum í formi steina og kletta. Samkvæmt sögnunum hafa tröllin skilið eftir sig sýnileg ummerki með tvennum hætti; þau hafa ýmist steinrunnið sjálf eða viðhaft jarðrask, svo sem með því að kasta steinum og björgum, oft um langan veg.
    Íslenskar sagnir eru skoðaðar í þessu tilliti og þær eru bornar saman við norrænar og breskar sagnir af svipuðum meiði. Þannig er kannaður skyldleiki milli menningarheima í viðkomandi löndum og að auki velt vöngum yfir því hver kunni að vera ástæða þess að sögur hafa verið sagðar af landmótandi tröllum. Í þessu skyni er jafnframt stuðst við greinar og rit fræðimanna um efnið.

Samþykkt: 
  • 18.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinsnar. Landmótun trölla í sögnum.pdf763.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
100362-3849.pdf280.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF