is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31846

Titill: 
  • Xi Jinping endurreisir Silkiveginn; Hnattvæðing eða heimsvaldastefna? Um Belti og braut stefnu kínversku stjórnarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stefna kínverska ríkisins sem tilkynnt var í nóvember 2013 og hefur hlotið íslenska nafnið Belti og braut stefnan (e. Belt and road initiative), hefur verið nefnd umfangsmesta verkefni þessarar aldar. Undir merkjum Beltis og brautar hyggst formaður flokksins, Xi Jinping, endurreisa hinn forna Silkiveg og stofna nýtt áhrifamikið viðskipta- og samfélagskerfi. Hinn nýji Silkivegur mun samanstanda af umfangsmikilli uppbyggingu innviða, myndun nýrra markaða, auknum viðskiptatækifærum og bættum samskiptum milli ríkja og þjóða. Í dag hafa tæp 70 ríki tekið opinberlega þátt í stefnunni sem mun tengja saman Asíu, Afríku og Evrópu, að frumkvæði og með fjármagni frá kínverskum stjórnvöldum. Markmið ritgerðarinnar er að greina helstu þætti stefnunnar, s.s. aflvaka, áform og verkefni, sem og markmið og hugsanleg afdrif tengd framkvæmd hennar. Farið verður yfir ógnir og tækifæri sem henni fylgja og frá þeim upplýsingum verður gefið svar við rannsóknarspurningu ritgerðarinnar, sem hljóðar svo:
    “Mun Belti og braut ýta undir hnattvæðingu og aukið flæði fjárfestinga og verslunar sem leiða mun til hnattvæðingar, efnahags- og menningarlegs uppgangs og bættra milliríkjasamskipta eða er Kína einfaldlega að misnota stærð sína og fjárhagslega stöðu til þess að auka áhrif sín og völd í formi nútíma nýlendustefnu?”
    Lykilorð: Belti og braut stefnan, Kína, Hinn nýji silkivegur, Samband Íslands og Kína, Efnahagur, Milliríkjasamskipti, Efnahagsleg áhrif frá Kína, Milliríkjaviðskipti, Uppbygging innviða, Framtíðarmöguleikar.

Samþykkt: 
  • 19.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jenna_BA-ritgerð FINAL-.pdf4.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
jenna skemman.pdf433.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF