Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31847
Eignarstefna hefur undanfarna áratugi einkennt húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Í þessu verkefni var stuðst við bæði tölfræðileg gögn og heimildir sem varða húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Markmiðið var að skoða leigumarkaðinn og reyna að komast að niðurstöðu um hvort sé hagkvæmara að kaupa eða leigja húsnæði á Íslandi. Við frekari skoðun á því hvort hagkvæmara sé að kaupa eða leigja húsnæði voru eftirfarandi þættir skoðaðir. Í fyrsta kaflanum var skoðað hvort fjárfesting húsnæðis sé ávallt skynsamlegri kosturinn. Í öðrum kafla var fjallað um húsnæðismarkaðinn og þróun hans. Fjallað var um húsnæðislíkan DiPasquale og Wheaton til að útskýra áhrif framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkað. Í þriðja kafla var fjallað um kosti og galla á báðum búsetuformum með tilliti til helstu kostnaðarliða. Í fjórða kafla var leigumarkaðurinn í Svíþjóð og Danmörku skoðaður og þeir bornir saman við leigumarkaðinn á Íslandi. Ekki voru neinar marktækar niðurstöður um hvort búsetuformið sé betra. Niðurstöður benda þó til þess að til lengri tíma litið sé það hagkvæmara að kaupa húsnæði á Íslandi heldur en að leigja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elvar Magg.pdf | 651.2 kB | Lokaður til...01.12.2030 | Heildartexti | ||
Skemman.pdf | 40.33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |