is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31850

Titill: 
  • Framgangur heimilisofbeldismála í réttarvörslukerfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál sem á sér stað um allan heim og eru afleiðingar þess gríðarlega alvarlegar, bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir alvarleika heimilisofbeldis þá benda rannsóknir hins vegar til þess að að einungis lítill hluti heimilisofbeldismála sé tilkynntur til lögreglu og að hlutfall ákæra og sakfellinga í slíkum málum sé lágt. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á framgangi heimilisofbeldismála innan réttarvörslukerfisins en þær sem hafa verið gerðar benda til þess að ákveðin einkenni mála, þolenda og geranda geti haft áhrif á framgang þeirra. Markmið þessar rannsóknar var því tvíþætt; í fyrsta lagi að skoða hvað einkenndi þau heimilisofbeldismál sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árin 2015 og 2016 og í öðru lagi að skoða hvort ákveðin einkenni heimilisofbeldismála sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árin 2015 og 2016 gætu spáð fyrir um það hvort að mál yrði ákært. Til þess að skoða það voru gögnin greind með tíðnitöflum, krosstöflum og tvíkosta aðhvarfsgreiningu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að umfang og eðli tilkynntra heimilisofbeldismála hefur lítið breyst síðustu ár. Hlutfall ákæra í tilkynntum heimilisofbeldismálum er þó töluvert lægra heldur en fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á. Jafnframt kom fram að heimilisofbeldismál þar sem áverkar voru á þolendum voru líklegri til þess að vera ákærð heldur en mál þar sem þolendur voru ekki með áverka og mál sem þóttu alvarlegust voru líklegri til þess að vera ákærð heldur en mál sem þóttu síst alvarleg. Heimilisofbeldismál þar sem þolendur voru konur voru einnig líklegri til þess að vera ákærð heldur en heimilisofbeldismál þar sem þolendur voru karlar og því yngri sem þolendur voru og því eldri sem gerendur voru því líklegra var að heimilisofbeldismál yrði ákært.

Samþykkt: 
  • 26.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framgangur heimilisofbeldismála í réttarvörslukerfinu - Helga Einarsdóttir.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf52.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF