en English is Íslenska

Thesis (Master's) Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31854

Title: 
  • Title is in Icelandic Afstaða söngnema til nótnalesturs
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknar minnar er að varpa ljósi á kennsluhætti í nótnalestri og nótnalesturskunnáttu hjá nemendum í klassískum söng í tónlistarskólum á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (Menntamálaráðuneytið, 2000) eiga nemendur í söng að fá kennslu í nótnalestri. Þeir þreyja síðan próf í þessum lið sem hluta af áfangaprófi í klassískum söng (Menntamálaráðuneytið, 2002). Í ritgerðinni er greint frá nótnalesturskerfum, kröfum sem eru gerðar á prófi í söng og niðurstöðu í nótnalestursprófi tónlistarnema á landsvísu. Viðtöl voru tekin við sex nemendur úr jafn mörgum tónlistarskólum á Suðurnesjum og í Reykjavík. Spurningin sem ég spurði var: „Hver er þín afstaða gagnvart nótnalestri“? Svör við þessari spurningu og afleiddum spurningum eru viðfangsefni þessarar ritgerðar og greini ég meðal annars frá kennsluháttum, æfingaferli og notagildi nótnalesturs fyrir söngnema. Niðurstöður úr rannsókninni gefa til kynna að nemendur eru ekki að fá nægilega mikla kennslu í þessu fagi. Engin rauntenging er inn í söngtímana og nemendur þurfa ekki að sýna fram á kunnáttu í þessum lið annars staðar en á prófi. Vægi nótnalesturs á prófi er mjög lítið sem verður til þess að nemendur sjá ekki tilgang með því að æfa heima. Afleiðing er óöryggi gagnvart námsefni sem síðan veldur nemendum kvíða þegar þeir þreyja próf í nótnalesturshluta á söngprófi. Ljóst er að tónlistarskólar þurfa að rýna í hvernig kennslu er háttað í þessu fagi og nauðsynlegt er að finna leiðir til úrbóta.

Accepted: 
  • Sep 28, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31854


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sniðmát listkennsla.pdf899.23 kBOpenComplete TextPDFView/Open