is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31856

Titill: 
  • Sorpgeymslan : myrku jaðarrýmin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rými sorpgeymslunnar er staðsett einhvers staðar á jaðrinum milli ljóss og myrkurs. Hún er hið myrka jaðarými sem dansar hálf í myrkrinu og hálf í ljósinu. Sorpgeymslan er að mínu mati því einhverskonar staður á milli staða. Þó er þessi annarlegi staður ekki annað en rými fyrir sorp og sorptunnur. Sorpgeymslan er í þeim skilningi rými sem við höfum ekki mikil bein afskipti af, okkur er ekki ætlað að dvelja þar, okkar einu afskipti af henni eru að koma sorpinu okkar þangað. Það er því örlítið öfugsnúið að vita að hún geymir mikilvægar upplýsingar um okkur og líferni okkar. Þar sem sorpið gefur mjög skýra mynd af neyslu okkar og þar með tilvist okkar í þessu neyslusamfélagi er einnig áhugavert að svo komi utanaðkomandi aðilar og sækji það.
    Sorpgeymslan er í raun hönnuð af okkur til þess að reyna að leysa bæði hlutlæg og huglæg vandamál sem hönnuð voru inní líf okkar af fortíðar samfélagi. Hún er einhvers konar felustaður fyrir þau vandamál sem fylgja neyslusamfélaginu. Má segja að hún sé í raun tilraun okkar til þess að búa til útópískan og hreinan veruleika í annars ófullkomnum heimi. Því birtist hún eins og leið til þess að fegra annars ljótan veruleika, auk þess sem hún hefur tekið við ábyrgð okkar sem neytendur. Þar sem neytendur geta falið hegðun sína á bak við hana og þurfa því ekki að horfast í augu við þau áhrif sem neyslan veldur í stóra samhenginu. Hún er vísbending um að sú samfélagsmynd sem skapaði hana er mein gölluð. Með því að kafa í sorpmál og sorpstjórnun má sjá að margar spurningar vakna og þá sérstaklega hvað framtíðar þróun varðar. En á hún stað í framtíðinni? Eða mun framtíðar þróun og mótun nýrra tíma senda þetta myrka jaðarrými í bækur sögunnar?

Samþykkt: 
  • 28.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sorpgeymslan- Myrku jaðarrýmin.pdf14.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna