is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31858

Titill: 
  • Ábyrg myndnotkun í markaðsefni ferðaþjónustufyrirtækja á Instagram
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ímynd áfangastaða mótast af fjölmörgum ólíkum þáttum utan hefðbundinnar markaðssetningar. Samfélagsmiðlar spila þar stórt hlutverk þar sem neytendur í dag verja þar miklum tíma og eiga auðvelt með að hafa áhrif á ímynd vörumerkja og áfangastaða. John Urry setti fram kenninguna um ferðamannaáhorfið og segir ferðamenn sækjast eftir að berja staði augum sem þeir hafa ákveðna ímynd um og er hún kerfisbundin og skipulögð á félagslegan hátt af ferðaþjónustufyrirtækjum, fjölmiðlum og markaðsefni. Myndir í markaðsefni geta því stýrt áhorfinu á ákveðna staði og með því haft áhrif á ferðahegðun og hvaða staðir verða vinsælir og hverjir ekki. Síðustu ár hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir öruggari og ábyrgari ferðahegðun þeirra sem ferðast um Ísland. Hafa ferðaþjónustuaðilar í kjölfarið verið hvattir til ábyrgar notkun mynda í markaðssetningu. Í rannsókn þessari er gerð innihaldsgreining á Instagram myndum ferðaþjónustufyrirtækja og áhrifavalda. Markmið rannsóknarinnar er að kanna ábyrga myndnotkun ásamt því að kanna hver meginstef eru í ímyndauppbyggingu Íslands sem áfangastaður ferðamanna. Niðurstöður sýna að náttúra Ísland er þar í algjöru aðalhlutverki og lítið fer fyrir myndum sem sýna aðgerðir ferðamanna og menningu. Á meirihluta myndanna sjást engin ummerki fólks og ef það sést er það yfirleitt í aukahlutverki. Myndefni er almennt birt með ábyrgum hætti. Ef óæskileg hegðun sést er það í flestum tilfellum að staðið er of nærri háum björgum eða fossi og að fólk er utan merktra stíga.

  • Útdráttur er á ensku

    Destination image is formed by a wide variety of factors beyond traditional marketing. Social media can have a great influence on destination image as they are frequenly used by people nowadays. Urry’s theory of the touris gaze is well known within tourism studies. With it Urry says that tourists seek to gaze upon places that they have a certain image of, and that image has been produced and reproduced as a socially constructed phenomenon by the tourism industry, media and marketing. Photographs in marketing material can therefore direct the gaze upon certain places and influences travel behaviour and which places become popular and which do not. In recent years, the Icelandic tourism industry has called for a safer and more responsible travel behaviour for those traveling in Iceland. Tourism entities have subsequently been encouraged to responsible use of images in marketing. In this thesis a content analysis is used on tourism companies and influencers Instagram photographs. The aim is to research to what extent they responsibly use images as well as to see how Iceland’s destination image is constructed. The results reveal that Iceland’s nature plays the main role and very few images show cultural or activity based features. On most of the images there are no signs of people, and if seen, they usually play a secondary role. The images are generally published responsibly. Where negative behaviour is observed, it is most common that people stand too close to high cliffs and waterfalls or that people are seen outside marked trails.

Samþykkt: 
  • 1.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábyrg myndnotkun í markaðsefni ferðaþjónustufyrirtækja á Instagram.pdf7.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf77.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF