is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31862

Titill: 
  • Greining hráefnis ísfisktogara með tilliti til vinnslueiginleika
  • Titill er á ensku Analysis of raw material from ice fish trawlers with respect to processing properties
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að greina hráefni ísfisktogara sem koma með ofurkælt hráefni í land annarsvegar og hinsvegar ísfisktogara sem koma með hefðbundið hráefni í land geymt á ís og greina hvaða áhrif þessar tvær aðferðir hafa á vinnslueiginleika hráefnis, greina hvort aldur hráefnis hefur áhrif á flakanýtingu og gallatíðni og hvernig hámarka megi verðmæti þess afla sem kemur á land.
    Verkefnið er tvískipt, í fyrri hluta verkefnisins var framkvæmd rannsókn á áhrifum kælingar þorsks á flakanýtingu og afurðaskiptingu í vinnslu HB Granda á Vopnafirði. Í öðrum hluta er síðan framkvæmd tölfræðileg greining á gögnum frá vinnslu HB Granda í Reykjavík til þess að svara því um hvernig hámarka megi nýtingu og gæði og lágmarka galla þess afla sem kemur á land.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að gerð kælingar virðist ekki hafa marktæk áhrif á flakanýtingu karfa og ufsa þar sem hún er að mestu háð þyngd og holdafari fisks. Sömuleiðis virðist gerð kælingar ekki hafa marktæk áhrif á gallahlutfall en gallahlutfall virðist einkum vera háð þyngd hráefnis og ástandi véla. Marktækur munur er á hlutfalli karfaflaka með rauða stirtlu milli skipa sem og einnig flakanýtingu ufsa eftir aldri hráefnis þegar hann er unnin og má því hámarka nýtingu með því að vinna fiskinn á þeim aldri ef sá möguleiki sé fyrir hendi.

Samþykkt: 
  • 1.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hlynurgudna_2018-10-01_09-50-43.pdf134.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF
UniversityOfIcelandMScThesis (2).pdf5.7 MBLokaður til...31.12.2025HeildartextiPDF