Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31867
Netnámskerfi (e. e-learning systems) geta boðið upp á mikla möguleika í kennslu. En mikilvægt er að námskerfin séu vel gerð til að nemendur noti þau. Þessi rannsókn snýst um að gera nytsemisprófanir á tutor-web netnámskerfinu. Tutor-web kerfið er kennslukerfi á vegum Háskóla Íslands og er aðallega notað fyrir stærðfræðikennslu. Notast var við „think aloud“ matsaðferðina og voru fengnir 17 prófarar og tveir umsjónarmenn til að meta kerfið. Einnig var SUS spurningalistinn lagður fyrir prófara. Nokkur fjöldi minniháttar nytsemisvandamála fundust en þrátt fyrir að hafa ekki mikil áhrif á notandann voru sum þeirra þó frekar algeng. Einhver alvarlegri vandamál fundust en þau voru nokkuð sjaldgæf. Niðurstöður SUS spurninganna sýndu að kerfið skoraði aðeins undir meðallagi. Forráðamenn kerfisins töldu líklegt að helmingur nytsemisvandamálanna yrði lagaður innan árs.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MS-ritgerð lokaútgáfa KET1 v2.pdf | 2.22 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing.pdf | 468.79 kB | Locked | Yfirlýsing |