is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31868

Titill: 
  • Viðhaldskerfi Félagsbústaða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn skoðar möguleika á að nýta gögn um viðhald húsa við hönnun á viðhaldskerfi. Viðhald húss er partur af eðlilegum vistferli þess. Tilgangur viðhalds er að varðveita verðgildi, ásýnd og notagildi hússins. Markmið þessarar rannsóknar er að greina gögn Félagsbústaða um viðhaldsaðgerðir á húsum og íbúðum þeirra og að koma með ábendingar um áframhaldandi þróun viðhaldskerfis Félagsbústaða. Viðhaldskerfi er mikilvægt fyrir frekari sjálfbæra þróun fyrirtækisins og til að auka vitund um framtíðarþörf viðhalds. Niðurstöður sýna að viðhaldskostnaður og kostnaður við endurnýjun á byggingum er hár miðað við áætlaðar viðhaldsþarfir viðhaldskerfis. Þá var eitt hús rannsóknarinnar við lok hönnunaraldurs þegar gagnasöfnun Félagsbústaða hófst og voru endurbætur á því húsi dýrastar af þeim húsum sem skoðuð voru. Viðhaldskerfið sýnir aðeins niðurstöður viðhalds en ekki endurbóta. Kostnaðardreifing milli iðngreina sýnir að smíðar eru umfangsmestar af því viðhaldi sem hefur verið framkvæmt á tímabilinu og er áætlað. Niðurstöður greiningar á standsetningum íbúða sýna að hærri kostnaður stafi af eldri íbúðum, sérstaklega íbúðum sem byggðar voru í kring um 1970. Áhugavert væri að skoða hvernig innleiða mætti matskerfi á viðhaldsþörfum inn í viðhaldskerfið.

Samþykkt: 
  • 4.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhaldskerfi Félagsbústaða.pdf2.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Olgeir.pdf205.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF