is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31870

Titill: 
  • "Hér er ég til að aðstoða þig við þitt": Umhverfismennt í samstarfi nærsamfélags og skóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangefni rannsóknarinnar er að leita skilnings á hlutverki og aðkomu umhverfisfræðsluaðila í nærsamfélagi að umhverfismennt grunnskólabarna og hvaða gildi sú aðkoma hefur. Einnig hvaða reynsla liggur umhverfisvitund til grundvallar og hvernig þekking þar að lútandi getur stutt við umhverfismennt. Sjálfbær þróun er sú stefna sem þjóðir heimsins hafa sammælst um að fylgja en miklar áskoranir eru framundan ef sjálfbærnimarkmið eiga að nást. Menntun hefur verið talin sú leið sem vænlegust er í átt að sjálfbærni en ekki hefur gengið sem skyldi að koma umhverfismennt og menntun til sjálfbærni markvisst inn í skólastarf. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn sem byggir á fyrirbærafræði og aðferðum grundaðrar kenningar. Viðtöl voru tekin við átta umhverfisfræðsluaðila í nærsamfélagi og tvo fulltrúa skóla. Niðurstöður sýndu að útivera í æsku og fyrirmyndir voru sterkir mótunarþættir umhverfisvitundar sem má ætla að sé viðhaldið með tengslum við náttúruna á fullorðinsárum. Útinám og áhersla á virkni nemenda einkenndi umhverfismennt umhverfisfræðsluaðilanna en samstarf við skóla var að mestu tilviljanakennt. Helstu vísbendingar um orsakir þess voru lítil þekking umhverfisfræðsluaðila á námskrá, vinnuálag kennara og áhugi þeirra sem koma að umhverfismennt, innan skóla og utan. Gildi þess að fá umhverfisfræðsluaðila í nærsamfélagi að umhverfismennt virðist mikið ef tilteknar forsendur eru uppfylltar, því þeir leggja til faglega þekkingu, áhuga og styðja við margvíslegar áherslur námskrár. Aðkoman þarf þó að vera betur skilgreind og góður undirbúningur þarf að eiga sér stað milli aðila svo vel takist til.

  • Útdráttur er á ensku

    The primary purpose of the study is to understand the role of local environmental educators for compulsory school children‘s environmental education (EE). Also to determine what experiences form environmental awareness and to ascertain how that knowledge can support EE. Education has been considered the best path towards sustainability, but it has been challenging to bring EE into classrooms. This thesis draws on qualitative research based on phenomenology and grounded theory. Data gathered from interviews with eight environmental educators and two school representatives indicates that both childhood play in nature and role models are strong factors leading to environmental awareness which is maintained with an active relationship with the natural world in later years. Outdoor education and an emphasis on hands-on projects are the focus of environmental educators‘ EE. However, collaboration between schools and educators is inconsistent due to their limited knowledge regarding the school´s curriculum, teachers‘ workload and their interest in environmental education. Results indicate a value of bringing environmental educators into schools; their professional knowledge and enthusiasm along with a support of a wide range of curricular goals, notably student action competence. However, findings also reveal cooperation between stakeholders needs to be clearly defined and thorough preparation must take place.

Samþykkt: 
  • 4.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf48.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hér er ég til að aðstoða.pdf736.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna