is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31871

Titill: 
 • Eineltismál í grunnskólum : úttekt á úrræðum við lausn eineltismála í grunnskólum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eineltismál í grunnskólum eru grafalvarleg og geta haft skaðleg áhrif á gerendur jafnt sem þolendur til framtíðar. Hlutverk kennara í þessum málum er margslungið og mikil ábyrgð á þeirra höndum.
  Tilgangur verkefnisins er að rannsaka og svara áleitnum spurningum um þau úrræði sem kennarar hafa við úrlausn eineltismála. Þar spilar inn í hlutverk stjórnsýslunnar við setningu laga og reglugerða. Einnig er skoðað hvort skólar séu almennt að sinna sínum skyldum.
  Aðferðarfræðin við rannsókn á viðfangsefni ritgerðarinnar er tvíþætt, annars vegar fræðileg úttekt sem inniheldur skilgreiningar á hugtökum, eineltisáætlanir, forvarnir o.s.frv. Í þeim hluta mætti einnig telja úttekt á þeim lögum og reglugerðum sem eru í gildi á Íslandi á sviði eineltismála. Síðari hlutinn tengir fyrri hluta ritgerðar við reynslu úr
  daglegu starfi í grunnskólum. Það er gert með því að taka röð viðtala við bæði námsráðgjafa og kennara innan grunnskólakerfisins og kanna þeirra reynslu og viðhorf þegar kemur að einelti.
  Meginniðurstöður gefa til kynna að ýmislegu hefur verið áorkað og er vel gert þegar kemur að baráttunni við einelti. Kennarar og annað starfsfólk hefur þó mismunandi viðhorf til þess hve vel þeirra skólar skilgreina sýnar eineltisáætlanir og verkferla við úrlausn eineltismála sem upp koma. Einnig benda niðurstöður til þess að fræðslu um einelti til kennara, bæði í kennaranáminu sem og í starfi sé ábótavant. Að mörgu leyti mætti vinna markvissar að því að uppfylla þau markmið sem Menntamálaráðuneytið setti sér árið 2010 varðandi einelti í skólum.
  Með framkvæmd viðtala við kennara og annað starfsfólk skóla fæst betri innsýn í daglegt starf í grunnskólum og er það mikilvægt innlegg í rannsóknir á þessu sviði.

Samþykkt: 
 • 5.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eineltismál í grunnskólum.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_VEÓ.pdf46.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF