is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31875

Titill: 
  • Titill er á ensku Holocene environmental changes in the central highlands of Iceland as recorded in soils
  • Umhverfisbreytingar á mið-hálendi Íslands á nútíma skráðar í jarðvegssnið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Across the central highlands of Iceland soil sections are accessible in rofabörð were they can reach back to the time of initial soil formation after the deglaciation around 11.5 ka. These soil sections have been used to reconstruct tephrochronology and also to study soil erosion in Iceland. The main focus of this project is to study soil sections by Kjölur for the purpose of reconstructing the environmental and climate changes that have occurred during the Holocene with the help of tephrochronology and geochemical researches. Five soil sections were in total measured and samples collected for studying carbon content as well as for the branched glycerol dialkyl glycerol tetraether (brGDGT) paleothermometer to estimate temperature changes for the Holocene. Numerous tephra layers can be found in the soil sections which were identified to their volcanic source and age which made it possible to obtain age models for each section. By identifying the tephra layers it was also possible to correlate between sections and calculate the soil accumulation rate for each section. By interconnecting the results from the identification of tephra layers, calculation of soil accumulation, carbon content and the brGDGT it was possible to reconstruct environmental and climate changes for the area and compare the results to similar studies that have been done on sediment from Hvítárvatn by Langjökull and Arnarvatn Stóra. The main results of studying the soil sections reflect the results from the lake studies and indicate that a gradual cooling has been occurring for the last 10 ka superposed by more stepped changes at 8.2, 6.0, 4.4, 2.7, 1.4 and 0.6 ka when increased soil erosion took place. Soil erosion was most active during the Little Ice Age (LIA 1300-1900 CE) when soil accumulation rate was highest in the sections located furthest to the southwest in the research area. This indicates that strong northerly winds were dominant during that time. Although a brGDGT temperature calibration of Icelandic soils is yet to be developed to accurately quantify Iceland’s Holocene summer temperature history, relative temperatures can be estimated from the measurements and appearance of the soil showing the coldest temperatures during the LIA with possible local permafrost conditions in the Kjölur area at that time.

  • Víða á hálendi Íslands er að finna rofabörð þar sem opnast hafa snið í jarðveg sem nær allt aftur til upphafstíma jarðvegsmyndunar á nútíma eftir hörfun ísaldarjökla fyrir um 11.5 þús. árum. Jarðvegssnið þessi hafa nýst vel til uppbygginga gjóskulagatímatals og ekki síður til rannsókna á jarðvegsrofi á Íslandi. Megináhersla þessa verkefnis er að rannsaka jarðvegssnið á Kili í þeim tilgangi að draga fram umhverfis- og loftslagsbreytingar sem átt hafa sér stað á nútíma með aðstoð gjóskulagafræðinnar og jarðefnafræðilegra rannsókna. Alls voru fimm snið mæld og fjöldi sýna tekinn til rannsókna á kolefnisinnihaldi, auk rannsókna á hitanæmum bakteríum til áætlunar á hitastigsbreytingum á nútíma. Fjölda gjóskulaga er að finna í jarðvegssniðunum sem greind voru til uppruna og aldurs, þannig að unnt var að setja fram aldursmódel fyrir hvert snið. Með greiningu gjóskulaga var hvort tveggja hægt að tengja á milli mismunandi sniða og reikna út upphleðsluhraða jarðvegs í hverju sniði. Með samtengingu niðurstaðna gjóskulagagreininga, útreikninga á jarðvegssupphleðslu, kolefnisgreininga og greininga á hitanæmum bakteríum var unnt að endurbyggja umhverfis- og loftslagsbreytingar á svæðinu og bera saman við sams konar rannsóknir sem gerðar hafa verið á seti Hvítárvatns við Langjökul og Arnarvatns Stóra. Helstu niðurstöður rannsókna á jarðvegssniðunum endurspegla niðurstöður rannsókna á stöðuvötnunum og benda til stigvaxandi kólnunar síðustu 10 þús. ár. Aukið jarðvegsrof átti sér stað fyrir um 8200, 6000, 4400, 2700, 1400 og 600 árum. Jarðvegsrof var virkast á tímum Litlu ísaldar (1300-1900 CE) þegar mest upphleðsla jarðvegs átti sér stað í þeim opnum sem liggja suðvestast á rannsóknarsvæðinu, sem hugsanlega bendir til sterkrar norðanáttar á tímabilinu. Þó enn sé ekki til íslensk viðmiðunargögn fyrir hitanæmu bakteríurnar má áætla út frá mælingunum og ásýnd jarðvegs, að hitastig var kaldast á Litlu ísöldinni sem bendir til þess að svæðisbundinn sífreri gæti hafa verið til staðar í jarðveginum.

Samþykkt: 
  • 5.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master ritgerð - Sigurveig Gunnarsdóttir.pdf6.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð MS.jpeg579.13 kBLokaðurYfirlýsingJPG