is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3188

Titill: 
  • Skrifa blaðamenn og konur um það sama? : rannsókn á efnisvali íslenskra blaðamanna á dagblöðum landsins í almennum fréttahluta þeirra.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvað blaðamenn og blaða konur eru að skrifa í íslenskum dagblöðum. Rannsókn þessi var gerð í mars 2009 og náði yfir tímabilið 1. ágúst 2008 til 31. janúar 2009. Farið var yfir dagblöð landsins, Morgunblaðið, Fréttablaðið, 24 stundir og DV. Taldar og flokkaðar voru fréttir sem tilheyra almennum fréttahluta blaðanna með tillitil til kyns og hvort þær væru ómerktar. Í úrtakinu voru 5.376 fréttir, 2.821 skrifuð af körlum, 1.153 skrifaðar af konum og 1.402 ómerktar. Fréttunum var skipt niður í 23 efnisflokka eftir innihaldi þeirra. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð áður hér á landi en þó hafa verið gerðar rannsóknir og kannanir meðal blaða- og fréttamanna um stöðu þeirra á miðlunum. Rannsókn þessi staðfesti að kynjahlutfall og efnistök blaðamanna eru ójöfn og ólík. Karlar skrifa oftast um erlend stjórnmál, átök/erjur/stríðsfréttir, sjávarútveg og umhverfismál/virkjanir. Konur skrifa oftast um heilbrigðismál/félagsmál, samfélagsmál/mótmæli, neytenda-, mennta- og jafnréttismál. Í einum efnisflokki skrifuðu konur hlutfallslega fleiri fréttir en karlar en það var í flokknum jafnréttismál en í þeim flokki voru einnig flestar fréttir ómerktar. Konur skrifuðu sjaldnast í flokkana erlend stjórnmál, átök/erjur/stríðsfréttir, sjávarútveg og tækni/vísindi/fjölmiðlar/fjarskipti. Karlar skrifuðu fæstar frétti í flokkana jafnréttismál og skemmtun/afþreying/slúður en í báðum flokkunum voru flestar fréttir ómerktar. Gögnin voru settu upp í töflureiknir Excel til að fá út mun og hlutfall frétta.

Samþykkt: 
  • 6.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loka_fixed.pdf468.77 kBOpinnLokaritgerðPDFSkoða/Opna