is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31884

Titill: 
  • Uppbygging Vífilsstaða fyrir ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vífilsstaðaland (Vífilsstaðir) er stórt landsvæði staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er í dreifðu eignarhaldi þar sem ríkið á Vífilsstaðaspítala, tengdar byggingar og nærliggjandi land en Garðabær hefur nýlega eignast landssvæðið þar í kring. Svæðið býður upp á fjölbreytta möguleika sem í dag eru að mínu mati vannýttir. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort hægt sé að byggja upp Vífilsstaði fyrir heilsueflandi ferðaþjónustu og koma með skipulagstillögu að landnotkun fyrir svæðið. Verður jafnframt gerð greining á því hvort hægt sé að nýta náttúruna á Vífilsstöðum og í nágrenni staðarins fyrir heilsueflandi afþreyingu sem mundi um leið auka framboð af afþreyingu og þjónustu fyrir ferðamenn. Vandamálið er að ekki fæst séð að svæðið hafi verið rannsakað með þetta í huga og eigendur Vífilsstaða (íslenska ríkið) hafa ekki sett fram hugmyndir um nýtingu landsins til framtíðar. Mikilvægt er að gera þessa rannsókn til að stuðla að því að Vífilsstaðir og landið þar í kring verði nýtt á sem bestan hátt. Gerð verður grein fyrir því hvernig svæðið er nýtt í dag, hvernig eignarhaldi landsins er háttað og hvernig núverandi skipulag Garðabæjar er fyrir svæðið. Settar verða fram tillögur um heilsueflandi ferðaþjónustu og afþreyingu sem hentugt er að bjóða upp á með hliðsjón af aðstæðum á svæðinu. Að lokum verður lögð fram skipulagstillaga fyrir landnotkun á svæðinu sem byggir á því að núverandi húsnæði, þ.e. Vífilsstaðaspítala, verði breytt í hótel, sem leggur áherslu á heilsueflandi ferðaþjónustu, og sýnt fram á hvernig hægt er að nýta landið sem best í tengslum við slíka starfsemi. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að það eru miklir möguleikar fyrir hendi á landsvæðinu að byggja upp Vífilsstaði og nágrenni fyrir heilsueflandi ferðaþjónustu. Aðallega vegna þess að núverandi og fyrirhugað skipulag fyrir svæðið býður upp á mikla möguleika fyrir uppbyggingu á fjölbreyttri afþreyingu og útivist í náttúrunni þar í kring, sem samkvæmt fyrirhuguðu skipulagi á að haldast ósnert að mestu leyfi. Lykilorð: Tillaga að landnotkun, skipulag, uppbygging, heilsutengd ferðaþjónusta, afþreying, útivist, náttúra, hótel, Vífilsstaðir, Garðabær.

Samþykkt: 
  • 9.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS. ritgerð-Thorunn.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Þórunn Stefánsdóttir.pdf354.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF