is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31888

Titill: 
  • Stefnumótun og framtíðarsýn svæðisáætlana sveitarfélaga í úrgangsmálum : er samhengi á milli aðferðafræðinnar og árangurs
  • Titill er á ensku Did the regional authority use strategic methodology and future goals consciously in making the management plans? And is there a correlation between the methodology and the success in waste management?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Í þessari rannsókn voru tvær svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs á Íslandi skoðaðar. Markmiðið var að athuga hvort að verkefnastjórn þeirra hafi stuðst við viðurkenndar aðferðir við stefnumótun og framtíðarsýn svæðisáætlananna. Þá var einnig skoðað hvort samhengi sé á milli aðferðafræði sem er beitt í stefnumótunarvinnu og árangurs sveitarfélaga við meðhöndlun úrgangs. Þau lög sem eru í gildi um meðhöndlun úrgangs taka mið af rammatilskipun Evrópuráðs(2008/98/EB). Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs. Sú stefna er höfð til hliðsjónar við gerð svæðisáætlana sem sveitarfélög/landshlutar geta sameinast um að gera. Vandamál sem fylgja neysluvenjum mannsins valda umhverfi og lífríki skaða og ef ekkert er að gert getur skaðinn orðið óafturkræfur (EEA, 2018). Í stefnumótunarskýrslu um úrgangsmál sem unnin var fyrir sveitarfélagið Bláskógabyggð kemur fram að almenningur er orðinn mjög meðvitaður um þetta vandamál og er tilbúinn í breytingar (Elísabet Björney Lárusdóttir, 2018). Því er nauðsynlegt að flokkunarmöguleikar séu til staðar á úrgangi, endurnýtingu og endurvinnslu á honum (Umhverfisstofnun, ust.is, 2018). Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að ekki var stuðst með meðvituðum hætti við aðferðafræði í stefnumótun og framtíðarsýn svæðisáætlananna. Hins vegar var greinilegt samhengi á milli aðferða við gerð stefnumótunar og árangurs þeirra. Þegar svæðisáætlanirnar voru mótaðar var tekið mið af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs og þeim lögum og reglugerðum sem um þær giltu á þeim tíma. Í Landsáætluninni er ekki að finna aðgerðir til innleiðingar og eftirfylgni sem er lykillinn að vel heppnaðri breytingastjórnun.

Samþykkt: 
  • 11.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Bjarni_Daníelsson_docx.pdf2.17 MBLokaður til...01.09.2030HeildartextiPDF