en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31889

Title: 
  • Title is in Icelandic Bætt þjónusta og úrræði fyrir barnshafandi konur í Vestmannaeyjum
  • Improved services and resorts for pregnant women in Vestmann Islands
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fæðingarstöðum á Íslandi hefur farið fækkandi síðustu ár. Það getur reynst erfitt að halda uppi fæðingarþjónustu í svo fámennu og dreifbýlu landi eins og Íslandi. En engu að síður verður að koma í móts við konur og fjölskyldur þeirra sem eiga ekki kost á að fæða í heimabyggð og tryggja jöfnuð milli landsmanna. Ljóst er að það þarf að bregðast við ýmsum vandkvæðum varðandi skerta þjónustu og öryggi íbúa í Vestmannaeyjum.
    Tilgangur rannsóknar var að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til að bæta þjónustu og hvaða úrræði geta verið í boði þegar nær dregur að fæðingu fyrir barnshafandi konur í Vestmannaeyjum.
    Í rannsókninni var notast við blandaðar rannsóknaraðferðir. Í eigindlegu rannsókninni var notast við hálfopin viðtöl við 3 viðmælendur með ákveðna þekkingu og reynslu á ákveðnum sviðum sem gagnast rannsókninni. Viðtölin voru svo greind og túlkuð ásamt því að flokka þau í þemu til að mynda eina heildarmynd. Tvær megindlegar rannsóknir voru gerðar í forritinu Monkey Survey og var notast við tvær viðhorfskannanir með lokuðum fjölvalsspurninga. Önnur viðhorfskönnunin náði til tiltekinna starfsmanna með viðeigandi menntun á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og voru 5 sem tóku þátt í rannsókninni. Hin viðhorfskönnunin náði til tiltekinna sérfræðilækna á aðgerðar- og kvenna- og barnasviði á Landspítalanum og voru 28 sem tóku þátt í rannsókninni.
    Niðurstöður rannsóknar sýna að mikill áhugi er meðal starfsmanna á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja á starfsþróun og sumir hafa áhuga á því að sækja sér menntun í ómskoðun. Niðurstöður sýna einnig að ekki er mikill áhugi hjá sérfræðilæknum á að koma til Vestmannaeyja til að veita sérfræðiþjónustu sína. Einnig kom í ljós að viðmælendur voru á sama máli að auka þyrfti öryggi íbúa með sjúkraflutningum með styttri tíma, ásamt því að bæta þyrfti þjónustu og úrræði við barnshafandi kvenna í Vestmannaeyjum.
    Niðurstöður benda til að umræðan er þörf og styrkja þyrfti stoðir og ímynd við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þá sérstaklega Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til að auka gæði og þjónustu.

Accepted: 
  • Oct 11, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31889


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
EvaMariaJonsdottir_MS_Lokaverk..pdf1.58 MBOpenComplete TextPDFView/Open