is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3189

Titill: 
  • Fjölbreytt fæða til frambúðar : fæðuöryggi og grænmetisræktun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugmyndin um fæðuöryggi hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og öðlaðist nýtt mikilvægi við hrun efnahagskerfis landsins í október 2008. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á stöðu fæðuöryggis Íslands og hvar helstu veikleikar þess liggja. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir því hvað felst í hugtakinu fæðuöryggi og helstu þættir sem geta ógnað fæðuöryggi Íslands skoðaðir. Helstu niðurstöður eru þær að veikleikar Íslands hvað varðar fæðuöryggi stafa fyrst og fremst af því hve háð landið er innflutningi á matvælum og aðföngum. Vegna þess að landið er eyja og á auðveldara með að einangrast frá umheiminum er það sérstaklega viðkvæmt fyrir. Af því leiðir að fæðuöryggi Íslendinga væri best tryggt ef að hægt væri að framleiða innanlands næg matvæli fyrir íbúa landsins óháð innflutningi. Nú þegar er framleitt nægt magn af próteini í formi fisks, búfénaðar og mjólkurafurða til að fæða þjóðina en grænmetisframleiðlsu væri hægt að auka til muna. Í ljósi þess er þróun grænmetisræktunar og neyslu tekin fyrir og skoðuð nánar með tilliti til fæðuöryggis. Niðurstaða þessarar athugunar er sú að auka þarf ræktun grænmetis til muna ef að tryggja á öruggan aðgang að fjölbreyttu grænmeti. Nú þegar er verkkunnátta til staðar og reynsla af ræktun fjölda tegunda sem í dag eru fluttar inn í miklu mæli. Til að ná fram þeim markmiðum að tryggja fæðuöryggi Íslendinga þarf því bæði að efla framleiðslu grænmetis á Íslandi og tryggja samkeppnishæfni framleiðslunnar með styrkjum eða innflutningshöftum. Að lokum er hugmyndin að sáttmála um fæðuöryggi Íslands skoðuð. Hún felur í sér leiðir til að ná því markmiði að tryggja fæðuöryggi. Færð eru rök fyrir því að slíkur sáttmáli yrði að færa matvæli utan ramma markaðarins í nafni þess að tryggja fæðuöryggi auk þess sem hann þyrfti að samþætta markmið ríkisins, framleiðenda og dreifingaraðila til að tryggja fæðuöryggi, bæði á neyðartímum og til frambúðar.

Samþykkt: 
  • 6.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölbreytt fæða til frambúðar.pdf621.03 kBOpinn"Fjölbreytt fæða til frambúðar" -heildPDFSkoða/Opna