is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31892

Titill: 
 • Sérfræðiábyrgð fasteignasala, ábyrgðartrygging
 • Titill er á ensku Real estate agents specialized responsibility and reliability
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Úrdráttur
  Löggjafinn hefur í ákveðnum tilfellum sett sérstakan lagaramma um afmörkuð sérfræðisvið, meðal annars um fasteignasala. Markmiðið er að afmarka og skilgreina ábyrgðarsvið þeirra. Mikilvægt er að um fasteignasala gildi skýrar og nákvæmar reglur þar sem þeir höndla oft með aleigu fólks og miklir fjármunir eru í húfi. Meginábyrgðir fasteignasala felast í að þeir verða að hafa löggildingu frá sýslumanni til að mega hafa milligöngu um fasteignaviðskipti, og þeir bera skyldur sem opinberir umsýslunarmenn sem hefur það í för með sér að almennt er lögð á þá þyngri refsing við brotum en almennt gerist.
  Fasteignasölum er skylt að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda. Fasteigasalar skulu vera sjálfstæðir og óháðir í störfum sínum og leysa störf sín af hendi í samræmi við góðar viðskiptavenjur. Eftirlit með starfseminni er óvenju strangt og lögð er á fasteignasala krafa um vönduð vinnubrögð.
  Eins og sjá má starfa fasteignasalar undir nákvæmu regluverki og má í því sambandi velta því fyrir sér að lítið sem ekkert er í lögum fjallað um sölu eigna utan Íslands. Því er eðlilegt að sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé gagnvart þeim fasteignasölum, sem stunda slík viðskipti, að ætlast til þess að þeir starfi undir þessu stranga regluverki og jafnvel hvort að það sé mögulegt. Skoðun á þessu leiddi til þeirrar niðurstöðu að endurskoða þurfi lögin.
  Summary
  The legislative body has in certain occasions established a special legal framework regarding specific fields of expertise, including the real estate business. The goal is to limit and define the real estate agent's area of responsibility. The existence of clear and detailed rules concerning the work of the agents is very important since they're working with people's life savings and large amounts of money at a time. The main responsibility for a real estate agent is that he has to have a legalized permit from the sheriff's office to be able to work in that field, and as an official mediator, any malpractice on his behalf requires harder punishment than usual.
  Real estate agents are meant to assure the best interests of both buyer and seller. They should be both independent and regardless in their work and only operate according to correct business habits. Surveillance in this field is extremely strong, and thorough workmanship is demanded at all times.
  As shown, real estate agents work under very precise regulations which make one wonder why there aren't any specific laws regarding buying and selling properties outside of Iceland. So it’s normal to speculate if it can be called a fair work environment for the agents managing that type of sales, or even possible to intend for them to work within this very strict and precise regulation. This study shows that the laws need to be updated accordingly.

Samþykkt: 
 • 11.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur-Harðardóttir.pdf1.45 MBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna