is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31893

Titill: 
 • Titill er á sænsku Änglar och demoner: Ingmar Bergman och hans verklighet
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu kvikmyndaleikstjórans og leikhúslistamannsins Ingmars Bergman. Lífsverk hans var stórbrotið bæði í umfangi og gæðum, en hann lætur eftir sig um 70 kvikmyndir unnar ýmis fyrir breiðtjald eða sjónvarp, hann sviðsett hátt á annað hundraðið leiksýningar og óperur og var afkastamikill sem höfundur handrita, bóka og greina. Ingmar Bergman hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga um ævina, heima og erlendis og er í dag álitinn einn áhrifamesti kvikmyndahöfundur sögunnar.
  En hver var þessi stórbrotni listamað, hvað mótaði hann og hvaðan kom honum þessi ríka sköpunarþörf og mikla sköpunargáfa?
  Öll erum við skapandi í lífi okkar og leik, allt frá frumbernsku þegar við fyrst reyndum að skilja og skilgreina heiminn og fylla í eyðurna. Við búum okkar til okkar eigin hugmyndaheim sem við síðan speglum og miðlum til annarra. En sumum nægir ekki að spegla og miðla hugmyndum sínum, þeir verða að gefa þeim líf og vængi, skapa úr þeim heim sem á stundum verður jafnvel enn raunverulegri en raunveruleikinn sjálfur. Þá eru menn líka listamenn. Þannig maður var Ingmar Bergman.
  Bergmann hefur sjálfur lýst þessari þörf sinni til að skapa sem stöðugu hungri, en hvers vegna hann var haldinn þessu hungri, þessari ríku sköpunarþörf getur hann ekki útskýrt sjálfur. Hann hefur þó margoft og víða lýst sálarástandi sínu í bernsku, sem einkenndist af stöðugum ótt og angist við að vera hafnað eða refsað. Hann hefur líka lýst því hverning hann greip snemma til lyginnar til að komast hjá óþægindum og hvernig hann bjó sér snemma til skjól í heimi ímyndana og ævintýra.
  En það sem Bergman lýsir sem hungur, jaðraði við óþol og ofríki. Hann var kröfuharður og einarður í allri sinni sköpun, miskunnarlaus ef hann fékk ekki það sem hann vildi og oft mjög tillitslaust í umgengni sinni við meðbræður sína og systur. Honum hefur jafnvel verið lýst sem algjörum skíthæl eða eiturnöðru.
  En Bergmann náði ótrúlega langt sem listamaður og hvernig svo sem honum leið, eða kom fram við samstarfsfólk sitt, ástkonur, eiginkonur og börn, náði hann að búa til stórbrotnar kvikmyndir þar sem fjallað er af nærfærni og djúpum skilningi um manneskjuna og mannleg samskipti í firrtum og guðlausum heimi.
  Hvernig þetta fer saman er viðfangsefni mitt í þessari ritgerð. Hvernig þessar augljósu öfgar í huga og heimi Bergmans virðast með einhverjum hætti hafa nærst og styrkst af samspilinu sín í milli. Hvernig honum tóks að umbreyta sinni eigin angist og tilvistrkreppu í margræð og marglaga listaverk.

Samþykkt: 
 • 11.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf191.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Änglar och demoner .pdf371.97 kBLokaður til...27.10.2018HeildartextiPDF