is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31896

Titill: 
  • Algengi áfalla og einkenni áfallastreituröskunar meðal nemenda við Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar forrannsóknar var að kanna algengi áfalla og einkenna áfallastreituröskunar meðal nema við Háskóla Íslands. Bæði var algengi áfalla á lífsleiðinni skoðað, sem og tíðni erfiðra upplifana í barnæsku. Einnig var kannað hvers konar áföll voru algengust meðal þátttakenda. Aflað var upplýsinga varðandi þjónustunýtingu þátttakenda vegna geðræns- og tilfinningalegs vanda og þá til hvaða meðferðaraðila þeir höfðu leitað til við vandanum. Alls fengu 1686 nemendur við Sálfræðideild, Raunvísindadeild, Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar boð um þátttöku. Þar af voru 934 karlar og 752 konur. Boð um þátttöku var sent út á nemendur með tengli á rafræna könnun ásamt kynningarbréfi. Alls luku 45 þátttakendur könnuninni að fullu, þar af 36 konur og 9 karlar. Aldursdreifing þátttakenda var á bilinu 19-38 ár og meðalaldurinn var 26,7 ár. Þátttakendur svöruðu spurningalistunum ACE-IQ, LEC-5 og PCL-5 sem meta áföll á lífsleiðinni og einkenni áfallastreituröskunar. Einnig var upplýsinga aflað um bakgrunn, lýðfræðilega þætti, líðan og þjónustunýtingu fólks að heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt niðurstöðum greindu 82,2% þátttakenda frá því að hafa upplifað að minnsta kosti eitt áfall á lífsleiðinni og að meðaltali höfðu þátttakendur upplifað 2,28 áföll. Þá höfðu 20% upplifað fjögur áföll eða fleiri. Algengustu áföllin voru tengd náttúruhamförum, slysum, og líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi. Hlutfall þátttakenda sem höfðu upplifað að minnsta kosti eitt áfall í barnæsku var 68,9% og höfði 33,3% upplifað fjögur eða fleiri áföll fyrir átján ára aldur. Algengustu áföllin voru langvarandi geðrænir erfiðleikar fjölskyldumeðlims, misnotkun áfengis og/eða annarra vímugjafa á heimili og ofbeldi gagnvart einhverjum fjölskyldumeðlim. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru 20% þátttakenda með einkenni áfallastreituröskunar (PCL-5 ≥ 33) og voru áföll af mannavöldum algengasta tegund áfalla meðal þeirra. Ekki var marktækur munur á fjölda áfalla milli þeirra sem skoruðu yfir viðmiðunarmörkum fyrir ÁSR og hinna.
    Hafa ber í huga að úrtakið í þessari forrannsókn var lítið og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöðurnar. Mikilvægt er að rannsaka frekar algengi áfalla og einkenna ÁSR meðal ungs fólks í almennu þýði á Íslandi og stuðla þannig að aukinni þekkingu á tíðni áfalla og ÁSR í íslensku samfélagi.

Samþykkt: 
  • 15.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERD...pdf546.28 kBLokaður til...31.10.2138HeildartextiPDF
harpa yfirlýsing.jpg941.28 kBLokaðurJPG