en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31897

Title: 
  • Title is in Icelandic Fjarhjúkrun um síma á Íslandi. Inntak starfsins eins og hjúkrunarfræðingar lýsa því: Eigindleg lýsandi rannsókn
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjarhjúkrun um síma (e.telenursing) er ein tegund fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þjónustunni er ætlað að auðvelda almenningi aðgang að heilbrigðisstarfsmanni og sporna gegn óþarfa og rangri notkun á grunnþjónustu og kostnaðarsömum bráðadeildum. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á inntak fjarhjúkrunar um síma á Íslandi að mati hjúkrunarfræðinga sem starfa við hana. Rannsóknin er lýsandi eigindleg rannsókn með hálfstöðluðum viðtalsramma. Úrtak er einsleitt tilgangsúrtak, alls 17 hjúkrunarfræðingar sem starfa við fjarhjúkrun um síma og voru þátttakendur 13 eða 76,5%. Gögnin voru innihaldsgreind og fimm flokkar fundnir sem lýstu því hvað felst í fjarhjúkruninni. Yfirflokkur; Að tryggja öryggi. Undirflokkar; 1) Beiting vísindalegrar aðferðar; 2) Beiting heildrænnar einstaklingshæfðrar nálgunar; 3) Þróun á færni í að greina hið óséða; 4) Innri og ytri ógnir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjarhjúkrun um síma felist fyrst og fremst í því að tryggja öryggi þjónustunnar fyrir skjólstæðinga og hjúkrunarfræðinga í þeim aðstæðum sem þeir eru þegar símtal á sér stað. Hjúkrunarfræðingarnir tryggja öryggi þjónustunnar með því að nota vísindalegar aðferðir hjúkrunar eða hjúkrunarferli sem felur í sér upplýsingasöfnun, greiningu og ráðgjöf. Þeir veita einstaklingshæfða þjónustu og sýna af sér hæfni í listinni að hjúkra þar sem þeir flétta saman eigin hjúkrunarþekkingu, færni og faglegri og persónulegri reynslu við upplýsingar frá skjólstæðingum og eru meðvitaðir um þætti sem geta haft áhrif á öryggi fjarhjúkrunarinnar. Þannig ná hjúkrunarfræðingar að þekkja skjólstæðinginn, byggja upp mynd af honum, gera heildrænt mat á heilbrigðisvanda og veita viðeigandi ráðgjöf.
    Rannsóknarniðurstöður gefa hagnýtar upplýsingar um hvað fjarhjúkrun um síma felur í sér, hvers hún krefst af hjúkrunarfræðingum og hvar skórinn kreppir. Niðurstöðurnar geta nýst sem grunnur að umbótum á fjarhjúkrun um síma. Frekari rannsókna er þörf á viðfangsefninu sem og þróunar á gagnreyndum leiðbeiningum og kennsluefni. Greina þarf hvernig nýta má sem best fjarhjúkrun um síma á Íslandi.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Accepted: 
  • Oct 16, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31897


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fjarhjúkrun um síma á Íslandi Hulda Gestsdottir Ms ritgerð (5).pdf1.18 MBOpenComplete TextPDFView/Open
lokaverkefni yfirlýsing Hulda Gests Ms verkefni 2018.pdf237.56 kBLockedYfirlýsingPDF