is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/319

Titill: 
 • Tölvuleikur : skaðvaldur eða dulið nám
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tölvuleiki með það að markmiði að gefa innsýn í heim tölvuleikja og tölvuleikjanotkunar barna og unglinga.
  Tölvuleikir eru í dag orðinn mikilvægur þáttur í tómstunda lífi margra barna og í auknum mæli einnig mikilvægur hluti af menningunni í heild. Hér áður fyrr var ekki litið á tölvuleiki sömu augum og heimanám eða leik utan dyra. Í dag eru hins vegar kennarar og rannsakendur farnir að spyrja sig að því hvernig nota megi þennan miðil til að styðja við nám barna. Tölvuleikir virðast hafa möguleika á að auka ánægju barna í námi, áhuga á námi m.a. í gegnum reynslu og samvinnunám.
  Í ritgerðinni er gert grein fyrir athugun sem var gerð á tölvuleikjanotkun nemenda í Grunnskóla Blönduós og Húnavallaskóla og var úrtakið nemendur í 7. og 9. bekk. Megin niðurstöður þeirrar athugunar benda til að flestir nemendur hafi áhuga á tölvum þó hann dvíni aðeins með árunum. Strákar meta kunnáttu sína sem mikla á meðan stelpur telja sig kunna lítið. Nemendur Húnavallaskóla spila skemur í einu en nemendur í Grunnskóla Blönduós. Strákar virðast hrifnastir af bardagaleikjum á meðan stelpur kjósa fantasíuleiki. Kennsluforrit virðast vera meira notuð í yngri bekkjum á Húnavöllum en í þeim eldri í Grunnskóla Blönduós. Á Húnavöllum eru þau mest notuð í stærðfræði en í tungumálum í Grunnskóla Blönduós.
  Börnum virðist líka best við verkefni sem innihalda áskorun á þau sjálf, það er að þau geti nýtt sköpunargáfuna til að uppgötva hið óvænta og margbreytilega. En auðvitað þarf verkefnið einnig að vera leysanlegt.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tolvuleikur.pdf407.63 kBLokaðurTölvuleikur - heildPDF
tolvuleikur_e.pdf108.25 kBOpinnTölvuleikur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
tolvuleikur_h.pdf112.71 kBOpinnTölvuleikur - heimildaskráPDFSkoða/Opna
tolvuleikur_u.pdf82.8 kBOpinnTölvuleikur - útdrátturPDFSkoða/Opna