Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31904
Kvíði hefur aukist meðal barna og unglinga síðastliðin ár. Kvíði getur haft mikil áhrif á daglegt líf barna og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt er að bregðast við honum þar sem ómeðhöndlaður kvíði getur leitt til minnkaðra lífsgæða, félagslegrar einangrunar, þunglyndis og annarra alvarlegra geðsjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra grunnskólabarna með kvíða af skólasamfélaginu og heilsuvernd skólabarna með það að markmiði að bæta þá þjónustu sem veitt er. Notuð var fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð og stuðst við aðferð Vancouver-skólans. Þátttakendur voru 11 mæður grunnskólabarna með kvíða. Við val þátttakenda var notast við tilgangsúrtak. Tekin voru viðtöl við þátttakendur og þau þemagreind. Yfirþema rannsóknarinnar var „góð þekking er besta forvörnin“. Þátttakendur upplifðu sig og börn sín illa upplýst um kvíða, einkenni hans og úrræði og voru sammála um að auka þyrfti fræðslu til barna, foreldra og kennara um kvíða. Kvíði flestra barnanna hafði truflað þau lengi og hamlað í leik og starfi áður en þátttakendur áttuð sig á hvað olli. Allir voru þátttakendur í leit að bjargráðum fyrir börnin en fannst erfitt að átta sig á þeim úrræðum sem í boði voru. Bið eftir sálfræðiaðstoð var oft á tíðum mjög löng og voru allir á því að stytta þyrfti biðina og bæta aðgengi. Þeir þátttakendur sem fengu fljóta og góða þjónustu höfðu jákvæða upplifun af kerfinu en meirihlutinn upplifði kerfið flókið og fannst erfitt að finna þau úrræði sem í boði voru. Góð og markviss fræðsla um kvíða til foreldra, barna og kennara gæti verið stór þáttur í að koma í veg fyrir að kvíði verði truflandi og hamlandi fyrir börn. Þekking á einkennum kvíða og þeim úrræðum sem í boði eru gæti dregið úr áhrifum hans til lengri tíma litið. Hjúkrunarfræðingar sem sinna ungbarnavernd og heilsuvernd skólabarna eru í kjöraðstæðum til að veita faglega fræðslu um kvíða.
Lykilorð: Kvíði, grunnskólabörn, foreldrar, skólasamfélag, heilsuvernd skólabarna.
Anxiety has increased among children and teenagers in the past few years. Anxiety can greatly affect the daily lives of children and their families. It is important to react to this issue as untreated anxiety can adversely affect quality of life, and contribute to social isolation, depression and other serious mental illness. The purpose of the study was to examine the experience of parents, who have children with anxiety in elementary schools, of the school community and health care for schoolchildren with the purpose of improving services. The phenomenological research approach of the Vancouver School was used to answer the research question put forth. The participants were 11 mothers who have children with anxiety in elementary schools in Iceland. The participants were chosen through purposive sampling. One individual interview was conducted with each of the participants and the interviews thematically analysed. The overall theme of the study was “good knowledge is the best prevention”. The experience of the participants was that they and their children were ill-informed about anxiety, its symptoms and solutions and agreed that education regarding anxiety for children, parents and teachers had to be improved. For most of the children, their symptoms of anxiety had disturbed them for a long time, and impacted them both in and out of school, before their parents identified anxiety as the causal factor of their discomfort. All participants were searching for solutions for their children but found it difficult to identify available resources. The waiting time for psychotherapy was often long and the particpants agreed that the waiting time needed to be shortened and access improved. The participants who received timely and satisfactory services had a positive experience of the system, but the majority found the system to be complicated and it difficult to find the necessary resources. A comprehensive and purposeful education regarding anxiety for parents, children and teachers may play an important role in preventing anxiety in becoming restricting and disrupting for children. Knowledge of the symptoms of anxiety and available resources may minimise its effects in the long run. Nurses responsible for infant care and the health care of schoolchildren are in a key position to provide professional guidance on anxiety.
Key words: Anxiety, elementary school children, parents, school society, school health care.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð 24.08.2018.pdf | 1.79 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |