is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31905

Titill: 
 • Hjartsláttur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands : þjónandi forystustofnun? : rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á landi, sem leiddi til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og samruna stofnana. Við breytingarnar varð Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) til með sex dreifðar starfsstöðvar. Slíkar yfirgripsmiklar stjórnvaldsákvarðanir hafa áhrif á starfsánægju starfsmanna og skiptir máli það hvernig stjórnendur bregðast við breytingunum. Þjónandi forystu hugmyndafræði byggir á því að leiðtogi sé fyrst og fremst þjónn sem virðir forn gildi um mannúð, siðgæði og setur velferð annarra framar eigin velgengni. Nýlegar rannsóknir benda til að þjónandi forystu stuðli að aukinni starfsánægju starfsmanna innan heilbrigðisþjónustu.
  Tilgangur rannsóknar: Að meta vægi þjónandi forystu innan hjúkrunar á HSN, kanna almenna starfsánægju hjúkrunarfræðinga og þátttöku í teymi, ásamt viðhorfi til þessa. Einnig er markmiðið að kanna tengsl á milli þjónandi forystu og starfsánægju, ásamt tengslum milli þjónandi forystu og viðhorfs til teymisvinnu.
  Aðferð: Rannsóknin er lýsandi þversniðskönnun, meginþáttur könnunar eru 30 viðhorfsfullyrðingar um þjónandi forystu hegðun yfirmanna (Servant Leadership Survey) á sex kvarða Likert skala. Einnig er spurt um bakgrunn, almenna starfsánægju, þátttöku í teymi og viðhorfi til þess. Ein heildartala er fundin fyrir vægi þjónandi forystu, ásamt átta undirþáttum, en þeir eru; styrking, ábyrgð, forgangsraða í þágu annarra, auðmýkt, falsleysi, hugrekki, fyrirgefning og ráðsmennska. Þátttakendur í rannsókninni eru hjúkrunarfræðingar á HSN (N=104).
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 47,1% (N=49), svör bárust frá fimm starfsstöðvum og þátttakendur voru 98% konur á aldrinum 40 til 59 ára, með >10 ára starfsreynslu. Heildarvægi þjónandi forystu er nokkuð hátt (M=4,62, SD=0,65). Meðalskor undirþátta lá á bilinu 3,39 til 5,01. Undirþáttur með hæsta gildið var fyrirgefning, en hugrekki var með lægsta gildið. Tæp 90% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir í starfi og um 60% tóku þátt í teymi og fannst nær öllum það mikilvægt. Sterk tengsl komu fram milli þjónandi forystu og starfsánægju, en ekki mældist marktæk tengsl þjónandi forystu við viðhorf svarenda til teymisvinnu.
  Ályktun: Þjónandi forysta er til staðar í talsverðum mæli innan hjúkrunar á HSN á fyrstu starfsmánuðum stofnunarinnar auk þess sem starfsánægja er mikil. Niðurstöður benda til að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsánægju sem er í samræmi við fyrri rannsóknir. Rannsóknin er einnig framlag til þróunar á þekkingu á þjónandi forystu hér á landi.
  Lykilorð: Þjónandi forysta, stjórnun, starfsánægja, þátttaka í teymi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: In 2014, reforms were made to organisation health care in Iceland, which led to a reduction in health disputes and integration of institutions. By the reforms the Nordic Institute of Health (HSN) was established which was distributed in six divisions. Such extensive governmental reforms affect employee job satisfaction, and it is of importance how nurse managers respond to those. Servant leadership ideology is based on the leader being primarily a servant who respects the ancient values of humanity and morality and place the welfare of others beyond their own success. Recent research indicates that servant leadership in health care has positive impact on employee’s job satisfaction.
  The purpose: To explore to what extent servant leadership is practised in nursing at HSN together with exploring general job satisfaction and team participation, along with attitude towards that. The study also aimed at exploring relationship between servant leadership and job satisfaction, as well as the relationship between servant leadership and attitude towards teamwork.
  Method: The study was a descriptive cross-sectional survey. The main element of the questionnaire was the Icelandic version of the Servant Leadership Survey (SLS) consisting of 30 statements regarding assertive servant leadership behavior of nurse managers, on a six-scale Likert scale. As well questions were asked about background, general job satisfaction, participation in team and attitude towards that. One overall number was found for the level of the nurse manager´s servant leadership, which consisted of eight sub-components; empowerment, accountability, standing back, humility, authenticity, courage, forgiveness and stewardship. Participants are all nurses at HSN (N=104).
  Results: Response rate was 47.1% (N = 49), responses were received from five divisions of HSN. Participants were 98% women aged 40 to 59, with > 10 years of professional experience. The total level of servant leadership is quite high (M = 4.62, SD = 0.65). The average number of sub-components ranged from 3.39 to 5.01. The sub-components with the highest value was forgiveness, but courage was the lowest. Almost 90% of the participants were satisfied or very satisfied at work and about 60% participated in a team and almost everyone felt that it was important. A strong positive relationship was between servant leadership behavior and job satisfaction, but no significant relationship was between the servant leadership and the participant’s attitude towards teamwork.
  Benefits: The results show that the level servant leadership, job satisfaction and participation in teams is quite high in nursing at HSN in its first working months. The results indicate also that servant leadership has a positive impact on job satisfaction which agrees with earlier studies. The research is a contribution to the development of knowledge of servant leadership in Iceland.
  Keywords: Servant leadership, management, job satisfaction, teamwork.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 13.03.2019.
Samþykkt: 
 • 22.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HSN verkefnið til HA Skemmu.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna